laugardagur, september 11, 2004

Long time no see

Jæja ég rak upp stór augu í morgunn þegar litli kisi minn hann Jón Sófus fræddi mig um það að það væri ekki smart að ganga í köflóttu og röndóttu á sama tíma. Ég sem sagt kveikti á wordinu í tölvunni minni og þá sagði hann Jón Sófus mér þetta (hann er litli hjálparmaðurinn minn í tölvunni), það var líka hann sem sagði mér að það væri ekki góð hugmynd að hlaupa með skæri, en hver gerir það svo sem.

Helst í fréttum:
-Er farin að vinna í bakaríinu, er mjög þreytt í fótunum eftir þá vinnu og hef einungis fallið í freystni í 3 skipti, 2 kleinuhringir með súkkulaði og eitt crossant með skinku og osti (geri aðrir betur)
-Held ég sé að verða eitthvað gömul því ég var sofnuð fyrir hálf ellefu í gærkvöldi (og það á föstudagskvöldi)
-Held að það sé verið að stokkera mig, alla vega hélt það á mánudaginn
-1bls þýdd í bókini, í þessari viku (verð að fara að bæta mig)
-Sá að löggan stoppaði með blikkandi ljósin á fyrir framan bakaríið í fyrradag, þá hafði einhver lagt ólöglega, það er víst stórglæpur á HÚSAVÍK
-Keypti mér skó uppá 9000kr í fyrradag (vona að það gleðji Baldvin bankadreng, sem segir að það eigi ekki að sjást í sokkana í gegnum sólann)