Ef andlitið á mér gæti orðið að einu stóru spurningarmerki hefði það orðið það í dag, þannig er svipnum sem kom á andlitið á mér þegar síminn hringdi í vinnunni best líst. Í símanum var maður sem hafði mjög furðulega spurningu, hann spurði eftir stelpu sem hafði unnið þarna í sumar sem hefði verið með strák sem á Rottweiler hund og vildi maðurinn ná tali af stráknum. Ég verð eiginlega að viðurkenna að mér fundust þetta frekar óljósar upplýsingar.
Annars gengur mér bara vel i vinnunni (ekki jafn vel með ritgerðina) en það skrítnasta sem ég er búin að vera gera af mér þarna er að baða sólstóla.
Annars hefur mér oft dottið í hug að kúnnarnir haldi að ég sé göldrótt.
Inn kemur stúlka, svona sirka 25 ára gömul með mömmu sína í eftirdragi, þetta var frekar myndarleg stelpa/kona (þess má geta að hún býr ekki í bænum þannig að það þýðir ekki að spurja), geðstirð mjög og ekkert nógu gott handa henni (örugglega e-h reykjavíkurgella), hún spyr nú samt hvernig karmellukakan sé, ég segi henni að þetta sé svona karmellukaka, -"hvernig karmellukaka?" (HVERNIG!!!!karmellu!!!) -"er'etta svona skúffukaka með karmellukremi?" -"nei, það er karmellubotn" þá verður gellan geggjað pirruð, ekkert hægt að éta þarna o.s.frv. en fær sér nú samt eitthvað.
Ég veit bara það að ef ég kæmi svona fram við einhverja afgreiðslustúlku í búð með mömmu með mér að þá myndi ég nú sennilega fá daskið þegar ég kæmi út í bíl aftur. (Ricardo vildi meina að svona fólk ætti bara að fá sér að r**a) ég hefði kannski bara átt að gefa henni súkkulaðistykki, þá hefði henni kannski liðið betur.