sunnudagur, júní 29, 2008

Ísbjörn!!


Hversu vinsæl yrði ég ef ég hringdi í lögguna og segðist hafa séð heilu hjarðirnar af ísbjörnum meðfram þjóðveginum á leiðinni suður? :)

fimmtudagur, júní 05, 2008

-"Ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."


Í fyrrasumar þegar Aude vinkona mín var í heimsókn, þá kom ég við í Hveragerði og gaf henni ís í Eden. Er ekki skylda að koma við þar þegar maður fer um Hveragerði?

Nú, þegar við vorum búnar að borða ísinn þá ákvað ég að fara með hana svolítinn rúnt um Hveragerði sem endaði uppi við golfvöll, þar sem þessir hverir hafa myndast eftir jarðskálftana.
Mér hefur nokkuð orðið hugsað til þessarar ferðar með bros á vör þegar minnst hefur verið á þetta svæði, því þarna kom einmitt einn gullmolinn uppúr henni Aude þarsem við þræddum einbreiðann malarveginn.....-" Svanlaug, ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."

Alveg að verða búin að plana sumarfríið :)

Jæja þá er þetta alveg að komast á hreint. Ég er að fara til Spánar 5. júlí, það var reyndar löngu vitað. Og verð á námskeiði í 2 vikur, rétt hjá Zaragoza, þar sem myndin er tekin. Síðan ætlar Aude að koma og vera með mér í viku á N-Spáni. Þann 1. ágúst ætla ég að hitta foreldra mína og bræður í Salou og dandalast með þeim í viku og síðan fer ég heim þann 8. ágúst og þá verður nú stutt þar til skólinn byrjar aftur.

þriðjudagur, júní 03, 2008

ÉG STÓÐST EKKI MÁTIÐ

"Orðblendingar"
Av misgáum, ella kanska eisini fákunnu, kemur tað stundum fyri, at nýggj "orð" gjørd úr pørtum av øðrum orðum, stinga seg upp. Tað var ikki sørt, at tú hevði hug at hvøkka við, tá ið hetta hoyrdist í eini sending: "tað er ikki nakað, vit kunnu "útrika"". Helst mundi lesarin vera mismæltur, men løtu seinni var sama "orð" aftur at hoyra. Hetta er eyðkendur "orðblendingur". Fyrri partur man vera fingin framman av orðinum útinna ella útrætta og seinni partur aftan av orðinum avrika. Vit noyðast javnan at gera nýggj orð, har ið eingi eru fyri, men ongar áneyðir skuldu verið at gjørt orð, tá ið nóg góð orð eru til. Ivaleyst man hetta hava verið mistak hjá høvundinum, men tað átti so ikki at sloppið ígjøgnum málsliga eftirlit teirra, ið skipa fyri sendingunum.