þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Hrakfallabálkur

Guð ég held ég geti farið að skrifa hrakfalla blogg, ég er nefnilega ótrúlegur hrakfallabálkur, sannkölluð Bridget Jones, nema ég toppa hana stundum.
Síðustu hrakföll mín eru:
*Fimmtudagur: Fór í grillveislu inn í Aðaldal (til Hildar á Búvöllum) og viltist!!!!!byrjaði á beygja upp réttann afleggjara en snéri svo við (því mér fannst ekki getað passað, að þetta væri sá rétti) og lenti næstum á Laugum. GERI AÐRIR BETUR!!!!
*Í gær:Var næstum búin að handleggsbrjóta mig með því að klemma mig á hurð, flestir klemma bara einn putta en mér dugar ekkert minna en að taka höndina af við olnboga. (var að flýta mér og fattaði að ég hafði gleymt að slökkva ljósið og teygi mig inn í herbergi en þá skellist hurðin á mig (ég hafði ýtt við henni svo hún lokaðist))
Ég ætti kannski að fara að endurskoða þetta með að fara á hjóli í vinnunna, það er ekki víst að það sé öruggt fyrir mig eða aðra............

draumar

Hefur ykkur dreymt drauma sem eru svo raunverulegir að eftir á vitiði ekki hvort þeir voru draumur eða veruleiki?
Ég held þetta hafi komið fyrir mig. Ég uppgötvaði það nefnilega þegar ég var að fara að sofa í gærkvöldi að ég hefði horft á konu labba inn í Landsbankann (ekki í venjulega innganginn, heldur hinn) með fullt fangið af risastórum gulrótum. ????? Og var ekkert að kippa mér upp við það, hjólaði bara framhjá........ Ég veit ég er oft steikt í hausnum þegar ég er búin að vinna en..........mér finnst nú skrítið að ég skuli ekki hafa kippt mér meira upp við þetta. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem mig dreymir gulrætur, því mig dreymdi einu sinni að ég væri að tína gulrætur af tómataplöntum (furðulegt nokk)

mánudagur, ágúst 30, 2004

í helgarfríi

Já ótrúlegt en satt þá fékk mín helgarfrí, það hefur nú ekki gerst síðan um Verslunarmannahelgi.
Helstu afrek helgarinnar voru:
-Að fara uppí Mývó með Ástu, Baldvini og Hildi. Höfðinn skoðaður, baðlónið og borgari á Gamla bænum prófað. 60°c í gufu, heitt!!!
-Þóttist ekki skilja spænsku í baðlóninu. Algerir dóna-spánverjar þar á ferð, kommenteruðu á appelsínuhúð miðaldrakvenna sem gengu niður stiga (framhjá þeim)!!!! vona að þær hafi ekki skilið spænsku heldur
-Heimsókn til Hódda, Rósu og Tryggva Snæs, komið í veg fyrir að Tryggvi færi að sofa á réttum tíma.
-12 bls þýddar í bókinni, þá er mín bara komin á bls 35, aðeins 80 blaðsíður eftir.
-Áfengis neytt: 0 einingar (nokkuð góður árangur!)
-Kg: -3 (síðan byrjun ág)

Ps. ég held að í dag hafi ég fengið óvenjulegustu spurningu sem ég hef fengið . "heyrðu ég keypti svona fiskibollur í vagúmpakka, -hvernig eldarðu það?"



föstudagur, ágúst 27, 2004

Að úða eða ekki úða

Jæja nú er sumarið að verða búið og fólk hætt að úða.
Ætli það sé ekki merki um gott sumar þegar þú getur séð úðara í hverjum garði. Reynar fannst mér fólk fara fullgeist í úðarana sumstaðar. Þið vitið að sumir eru með alveg fullt af grjóti eða hellum og einhverjar nokkrar plöntur á strjáli. Ég varð svoltið vör við það í sumar að fólk væri með úðarann á þetta grjót hjá sér, reyndar hefur mér skilis að það sé alveg óþarfi að vökva grjót þannig að mér fannst nú hinn mesti óþarfi að vera með úðarann á þessar 5 stjúpur þarna í beðinu, sennilega hefði verið nóg að fara með tveggja lítra gosflösku þarna í beðið. Einnig skilst mér að það sé óþarfi að vökva bíla og þvott á snúrum. Nágrannar mínir voru nefnilega svoltið í því að vökva bílinn hjá foreldrum mínum, okkur til ómældrar gleði, það er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að keyra um á doppóttum bíl þegar rykið skolast til á bílnum. Það reyndar slapp til með þvottinn en það var oft mjótt á munum, um hvort okkar hefði betur við eða úðarinn.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Helst í fréttum

Þetta er tuttugasti og annar dagurinn sem ég vinn í röð, hef ekkert fengið frí síðan 4.ágúst, er að verða svoltið erfið á fætur á morgnana, geisp!!!!
Annars sá ég eftir því að hafa sofnað með hárið hálf blautt í gærkveldi því ég vaknaði með það alveg súper-dúper krullað öðrumegin en miklu minna krullað hinumegin, svo það var lítið annað hægt að gera nema skella teyju í það. (Vá hvað ég er farin að eiga lítið líf þegar ég er farin að tala um hárið á mér á blogginu)

Annars er ég nú svona í startholunum með BA-verkefnið mitt, ætla reyna skúbba því af í vetur, samt á það ekkert að vera neitt skúbbilegt, það á að vera 10e verkefni sem þýðir held ég svona sirka 60 blaðsíður+þýðinguna mína og á að skilast í fjórum eintökum, mér liggur við yfirliði þegar ég hugsa um þetta. (Ætli ég geti afsakað svona 1,2,3 ferðir til Reykjavíkur með ritgerðinni???? Kennarinn minn er náttúrulega í Reykjavík, ég þyrfti nú kannski að hitta hana einhverntímann)

Fólk virðist almennt hafa einsett sér að eyðileggja heilsuátakið mitt, Helgi bróðir kom áðan og gaf mér súkkulaði og svo er ég að fara í grillveislu um helgina...........hvað haldiði að verði um heilsuátakið mitt þá?!!!


miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Dagurinn í dag

Rólegt í vinnunni
*Mogginn: Maður í Frakklandi sendur í geðrannsókn eftir að hann braut niður vegg í íbúð sinni til að stækka íbúð sína og fræðir lögguna um að hann sé Faraó þegar hún hefur afskipti af honum. Maðurinn bjó víst í blokk. (ekki skrítið þótt löggan hefði afskipti af honum þegar hann hóf að brjóta veggi-kominn inní íbúð hjá öðrum)
*Frönsk börn eru algerar dúllur þegar þau tala: 2 ára dreng rekur í rogastans þegar hann sér skrifborðið mitt/bátinn -"maman, c´est un bateau!"
*Einhver voða sniðugur dreifir pappír útum allt inn á klósti (daglegur viðburður)
*Einhver verður pirraður yfir því að ég viti ekki um neinn sem getur farið með hann í hvalaskoðunn, vill ekki fara með þessum tveim fyrirtækjum sem eru hérna (nánös!!)
*Laga 120 sinnum til í bæklingunum, það virðst ómögulegt að setja bæklingana á sinn stað aftur.
*Einhver spyr hvað kaffið kosti, einhver spyr eftir safnahúsinu, hvalamiðstöðinni, sundlauginni, rútuferðum, Selum, Lundum, náttúrulegum laugum........
*Mogginn: Michael Jackson ekki misþyrmt við handtöku en hann er að fara í enn eina lýtaaðgerðina, þarf að bæta á nefið á honum með pörtum úr eyrunum. (Þá verður hann eyrnalaus greyið). Þórey Edda í 5ta sæti........
*Verð ringluð við að horfa á viftuna snúast í loftinu
*Er að pæla í að telja bílana sem keyra framhjá,,,,,,,,,,,,,,,

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

hvað verð ég

by meteoric
Quiz created with MemeGen!

Sko...............

Sko..........ég veit að það er mjög sérstakt að það stytti upp í Reykjavík og nágreni og það sé gott veður og jafnvel að hitinn fari upp fyrir 25 stigin, en það er ekki svo merkilegt að það þurfi að tala um það næstu 2 vikurnar. Get over it!!!!! Og það er engin ástæða til að fara grípa til varúðarráðstafana vegna hita. í guðana bænum, það er kominn 24.ág og það er eiginlega borin von að fólk fari að kafna úr hita héðan af á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta er að ég rakst á dálkí Fréttablaðinu í gær með ráðum til að berjast við hitann. "Ekki kafna úr hita" var titillinn, EKKI KAFNA ÚR HITA!!!! hverjar eru líkurnar á því á íslandi, ekki miklar geri ég ráð fyrir, þó það hafi nú komið upp undir 30 stig þá eru ekki miklar líkur á að þú kafnir úr hita, ég held að hitinn þurfi nú að vera kominn yfir 40 gráður til þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af því, og á íslandi er það nú nokkurn veginn borin von............
En ég ætla nú samt að leifa ykkur að heyra ráðin.

Nokkur einföld svölunarráð: (ekki svo einföld á íslandi)

*Opnaðu gluggana og notaðu færanlega viftu eða loftvifu í staðinn fyrir loftkælingarkerfið. Smá hreyfing á lofti getur gert húsið þitt mun svalara. (Eru margir með Loftkælingu á íslandi?)

*Fáðu þér tímastillta loftkælingu þarsem þú getur stillt hitastigið á kvöldin eða þegar enginn er heima.(Ég endurtek eru margir með Loftkælingu á ísl??)

*Ekki setja lampa eða sjónvörp nálægt lofkælingarkerfinu þar sem hitinn frá tækjunum ruglar loftkælinguna í ríminu.(Loftkæling???)

* Settu upp hvít gluggatjöld til að halda hitanum frá húsinu.(Já alveg möguleiki)

*Notaðu viftu ásamt loftkælingarkerfinu til að breiða kalda loftið um allt húsið.(Loftkælingu???)

*Dragðu fyrir þá glugga á daginn sem snúa í suður eða vestur.(alveg möguleiki)

*Settu sólarfilmu í gluggana sem snúa í suður.

*Þurkaðu leirtauið í höndunum í staðinn fyrir að nota uppþvottavélina. (ég held að það verði aldrei svo heitt að ég nenni því)

*Notaðu örbylgjuofn í staðinn fyri þennan hefðbundan ofn.
(?????ég veit að ofninn hitar upp eldhúsið en..........???Er þetta ekki óþarfa stjórn)

*Slökktu á tölvunni og skjánum þegar það er ekki í notkunn.(já það drepur víst engann)

*Reyndu að stinga sem flestum rafmagnstækjum í samband við millistykki og slökktu á millistykkinu þegar þú ert ekki að nota rafmagnstækin.(jæja það skaðar engann að spara rafmagnið og tækin gefa frá sér hita þegar þau eru í sambandi)

*Farðu í sturtu í staðinn fyrir bað til að minnka notkunn á heita vatninu (Bíddu er ekki nóg af því í krananum á Íslandi)

Þetta eru góð ráð á Spáni þarsem notað er rafmagn til að hita vatn, rafmagn og vatn til í loftkælingarnar, og yfir allt sumarið rafmagnsnotkunn landans fréttnæmt efni (ég er ekki að spauga með þetta það var fréttnæmt ef notað var minna rafmagn á Spáni heldur deginum áður og líka ef minna var notað!!!!)


En jæja boðskapurinn hjá mér var eiginlega, heimsku Reykvíkingar sem skrifið í Fréttablaðið, það er borin von að fólk kafni úr hita á íslandi nema það læsist inni í gufubaði eða eitthvað svoleiðis

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Stórlétt

Mér stórlétti þegar ég kom í vinnuna í morgunn.
Ástæðan var ekki sú að ég þyrfti að komast langt, langt í burt frá fjölskyldu minni, heldur var hún sú að ástandið á ferðamannaklóstinu sem ég þarf að þrífa var bara alls ekki slæm (Guði sé lof!!!!)´og ég sem var búi að ímynda mér það alversta. Ég sá það alveg fyrir mér að það yrði ástandið yrði ekki gott, auðvitað yrði einhver búinn að míga út um allt (það ætti í raun skylda alla karlmenn til að pissa sitjandi, það er hvort eð´er þeim fyrir bestu, verndar blöðruhálskirtilinn eða pissublöðruna eða eitthvað, man bara ekki alveg hvað það var) eða (eins og Hermann bróðir orðar það)frussuprumpa upp um alla veggi ---mér skilst það á fólki sem hefur unnið á svona stöðum þar sem erlendir ferðamenn hafa verið að fara á klóstið að það hafi einmitt lent í svona þrifum------og hvorki líkamlegt né andlegt ástand mitt bauð upp á svona hasar í dag

Auglýsingar

Vitiði þetta er sú allra heimskulegasta auglýsing sem ég hef séð


Helgina 3.-5. september bjóðum við pörum flug og
gistingu á Holiday Inn Bloomsbury í London á
einstaklega rómantísku verði.

Flug og gisting í tvær nætur 24.900 kr.

Það er ekki hægt annað en verða skotin(n) í
tilhugsuninni um að deila herbergi með sínum
elskulega/elskulegu yfir helgi í þessari
iðandi stórborg sem hefur upp á allt að bjóða.



Guð!!!ég vona að enginn hafi fallið fyrir þessari EINSTAKLEGA hallærislegu auglysingu

laugardagur, ágúst 21, 2004

Heimskort hálvitana

Svona getur fólk verið gáfulegt

föstudagur, ágúst 20, 2004

ilmsprey

Mér datt það í hug áðan þegar ég var að kaupa lyktarsprey í dag, fyrir klóstið í vinnunni minni (sem mér skildist að stinkaði) þegar við Edda vorum í Hrísey. Við fórum á einhvern bar (ótrúlegt þegar við 2 eigum í hlut). Þegar maður fór svo inn á klósett á þessum bar sprautaðist alltaf ilmsprey út í loftið í hvert skipti sem maður fór inn, það var einhver svona dæla tengd við hurðina. Síðan þá hef ég eiginlega hatað ilmsprey því að eftir kvöldið var maður farinn að lykta eins og klóstið því að þegar maður kom þarna inn sprautaðist ilmspreyið yfir mann. Edda brást hin versta við, hún átti víst ilmvatn heima hjá sér.

Sumir eru fyndnari en aðrir

ha ha ha (ja ja ja, á spænsku)Það komu til mín spánverjar áðan, ha ha ha, við erum búin að spjalla í svolitla stund þegar ég tek eftir að bæklingarnir sem þau eru með eru allir á þýsku.......ég get náttúrulega ekki setið á mér og spyr þau hvort þau ætli að lesa þetta á þýsku.........þá segist konan ekki skilja neitt hvort eð er.............og maðurinn bætir við "mér finnst nú best þegar hlutirnir eru á íslensku, það er svo skemmtilegt að að ímynda sér hvað gæti staðið í bæklingunum" (skemmtilega kaldhæðinn maður)ha ha ha (og mig grunar að þetta hafi verið svona had to be there moment)

Blogg hjá ókunnugum

Núna er ég sorgleg, núna er ég farin að skoða blogg hjá fólki sem ég kann engin skil á, bara eitthvað sem ég datt bara óvart inná, á vafri mínu á netinu. Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er að ég datt inn á alveg bráðfyndið blogg hjá stelpu sem varð fyrir þeirri óheppilegu lífsreynslu að vera fletta fréttablaðinu og hvað haldiði að hún rekist á .........................nú einhvern fyrrverandi kærasta á brókinni í einhverri auglýsingu. Mig rámar reyndar í að ein af vinkonum mínum (sem er, by the way, ekki ég!)hafi lent í svipaðri lífsreynslu nema það var sjónvarpsauglýsing, sem var tekin í Bláa Lóninu eða í sundlaug eða eitthvað. Vinkona mín var ekki par hrifin. Þemað í þessari auglýsingu var að vísu næpuhvíti nödda-strákurinn (alls ekki lýsing á þessum dreng svona í alvörunni) og 2xbikínigellur, ég held að það hafi verið verið að auglýsa Pottþétt diskana (Guð, ég vona að ég verði ekki myrt fyrir að segja frá þessu)Man einhver eftir þessu?
Annars brugðust þessar tvær við á mjög svipaðan, þ.e. með því að skilja ekkert í sjálfum sér

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Sumir eru hressari en aðrir

Þetta er að vísu á ensku, en þessi var nú aldeilis hress

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Pyntingatæki

Allt í rólegheitum í dag, lítið að gera og ég að bíða eftir bæklingunum mínum svo ég geti sett þá upp í hillu.
Það eina sem er frásögu færandi núna í dag er að ég fór á hjólinu hans Helga í vinnunna, annann daginn í röð og núna er ég að deyja í rassinum, ég veit ekki hverskonar pyntingatæki þetta hjól er en ástæðan er kannski sú að Helgi bróðir er einum 20 sentimetrum hærri en ég og því er svoltið langt niður á pedalana fyrir mig, en ég samt að hugsa um að leiða það heim.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Guðdómlegt hús

Eitt er víst að ég verð í góðu skapi í allann dag.
Það komu nefnilega frakkar með ferðahandbók áðan og spurðu um kirkjuna og bentu á einhvern texta þar sem fyrirsögnin var "kirkjan" og við hliðina var mynd af húsinu hjá Helgu Nínu (fyrrverandi leikskólastjóra og virðulegri frú) og.........hvað heitir maðurinn hennar???? og voru þessi frönsku hjón að leita af akkúrat þessarri kirkju.
Ég veit að húsið hennar Helgu Nínu er alveg sérstaklega virðulegt hús en............ekki er það kirkjan.......nema eitthvað hafi farið framhjá mér. (Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta svona timburhús í svoltið svona svissneskum/sumarbústaða stíl, með svölum og kvistgluggum (enginn kross á þakinu eða neitt)) Kannski er Helga Nína búin að stofna sértrúarsöfnuð, en ég er ekki búin að heyra af því.......svo.......
Ég kunni samt eiginlega ekki við að benda þeim á húsið hennar Helgu Nínu, ef ske kynni að þau myndu banka uppá og heimta að fá að skoða "kirkjuna", ég er ekkert viss um að Helga Nína hefði húmor fyrir því.
Ætli höfundar þessarrar bókar hafi vitað að þetta væri ekki kirkjan og bara verið að spauga í fólki????

mánudagur, ágúst 16, 2004

Góð byrjun????

Hafiði tekið eftir því að ef að dagar byrja illa þá skiptir stundum engu máli hvað þið reynið að taka ykkur fyrir hendur, ekkert gengur upp. Þið gætuð allt eins bara skriðið upp í rúm strax og beðið eftir næsta degi.

Ég finn það á mér að þessi dagur á eftir að verða vondur, mjög vondur.
Þetta byrjaði allt á því að ég svaf næstum yfir mig. Klukkan hringdi í morgunn, ég slökkti á henni og hélt svo áfram að kúra, vakna svo með andfælum, sjitt hvað er klukkan???! En ég náði samt á réttum tíma í vinnuna, eina mínútu í
Og hvað haldiði að hafi beðið eftir mér, stíflað klósett!!!! Þú þarft annað hvort að vera hálfiti til að stífla klósett á Íslandi eða hreinlega að gera það viljandi. Það er ekki eins og þetta sé Hondúras þar sem ekki má sturta klósettpappírnum niður...........
Það lá við að ég trompaðist í morgunn þegar ég sá þetta, þótt mér finnist það alveg frábært að fá að byrja morgunninn á að þrífa klósett, þá finnst mér það fullmikið af því góða að þurfa að fara dýfa höndunum(í hönskum) ofan í klósett að veiða fljótandi klósettpappír uppúr gulleitu vatni fullu af skítatægjum. Helvítis vanþakklátu útlendingar!!!!!!

laugardagur, ágúst 14, 2004

Hver er ég?

CENTER>The Completely Pointless Personality Quiz
The Completely Pointless Personality Quiz
TABLE WIDTH="304" BGCOLOR="#51336D" CELLPADDING="2" CELLSPACING="0" ALIGN="CENTER">
Quiz Me
Svanlaug was
a Talented Cook
in a past life.

Discover your past lives @ Quiz Me



Frábært í fyrra lífi var ég kokkur, nú er ég mörgæs

Hei! Konur eru líka fólk!

Hingað til hef ég nú ekki talið mig meðal gallhörðustu femínista en mér finnst alveg vera tákmörk fyrir karlrembunni. Ég var að lesa viðtal við einhverja rappara í Fréttablaðinu í morgunn og ég verð eiginlega að viðurkenna að þeir fóru nett í pirrurnar á mér. Sennilega er borin von að þér þarna Young Buck og LLoyd Banks úr G-unit vaði í vitinu og reyndar grunar mig að það vanti eitthvað í hausinn á þeim sem stoppar þá frá að segja allskonar vitleysu.

"Það væri hálf erfitt að standa fyrir framan krakkana án þess að hafa eitthvað. Maður verður að hafa eitthvað til þess að sýna velgengnina, hvort það er skartgripur eða glæsilegur kvennmaður".

Já já það skiptir greinilega engu máli hvort það er skartgripur eða kona.
Þeir vildu reyndar meina að þetta snérist ekki bara um "peninga og kerlingar". Hvað er annars málið með þetta orð "kerlingar", síðan hvenær fóru menn að nota það almenn yfir konur? Þegar ég heyri þetta orð, held ég alltaf að það sé verið að tala um konur á elliheimilinu. Reyndar finnst mér orðið kall hafa svipaða "niðrandi" merkingu og dettur mér alltaf í hug þegar ég heyri setninguna "já x er komin með kall" að þessi x hafi náð sér í bekkjarbróður afa síns eða eitthvað því um líkt.
Reyndar finnst mér alveg stórmerkilegt að þetta rapp og R&B skuli eiga þvílíkum vinsældum að fagna hérna á Íslandi (Mér finnst það leiðinlegra en allt) þar sem textarnir endurspegla ekki beint íslenskann veruleika. það er til dæmis ekki almennt vandamál á íslandi að fólk sé skotið úti á götu í íbúðahverfum, eða bara skotið út á götu yfirleitt, mig grunar að það sé ekki æðsti draumur fólks hérna á íslandi að geta borgað reikningana sína, alla vegana hefur það ekki verið temað hjá íslensku tónlistarfólki hingað til (ég man eftir ótrúlega vinsælu lagi fyrir nokkrum árum sem snérist um það að einhver kærasti lifði á stelpu, keyrði bílinn hennar, notaði símann hennar og borgaði svo aldrei neitt!!!!) Og ekki hef ég heyrt um að það sé fjöldi fólk sem lifir svokölluðu götulífi vegna fátæktar og/eða menntunarleysis. Götufólkið okkar eru yfirleitt alkar, eitulyfjaneitendur og/eða fólk með einhver geðrænvandamál.

"Demantarnir, bílarnir og kellingarnar í myndböndunum eru tákn um verðlaunin sem þú getur fengið ef þú spilar þennann leik."
Hvaða leik? Er ekkert í hausnum á þessum mönnum?

föstudagur, ágúst 13, 2004

Er eitthvað sem ég er að missa af?

Það hvarflaði svona rétt aðeins að mér í morgunn að ég væri búin að lifa í lygi alla mína ævi. Að allt það sem ég hef gengið að sem vísu væri bara bölvuð vitleysa, t.d. það að þegar er þoka og tíu stiga hiti þurfi maður að klæðast meiri fötum en þegar er 23 stiga hiti og sól. Þessu velti ég fyrir mér um leið og ég fylgdist með hlýrabolsklæddum súkkulaðidreng svamla í gegnum torfu af pollagallaklæddum túristum. Já hann stakk svo sannarlega í stúfa þessi drengur þarna.
Annars hef ég orðið nokkuð vör við það að einmitt þessarri týpu að drengjum virðist vera heitara en okkur hinum. Þið þekkið kannski ekki þessa týpu sem klæðist alltaf hlýrabolum eða prjónavestum, gallabuxum (á spáni hörbuxum), fer í ljós 3var í viku, með tattú sem nær utan um annann upphandlegginn og er oftast nær með aflitað eða kolsvart hár. (Alger klisja)
Er skylda að ganga í hlýrabol ef þú ferð 3var í ljós í viku og ert með tattú? Eða kemur það í veg fyrir að þér verði kalt? Eða er það kannski bara minna kúl að ganga í peysu? Guð forði þér frá því að missa kúlið, betra hlýtur nú að vera að drepast úr lungnabólgu

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

The Icelandic phallological museum

Eins og þið kannski flest vitið þá er ég að vinna í ferðamanna upplýsingum og merkilegt nokk þá spyr fólk mig oft hvað það eigi að gera hérna í þessum bæ og þá má ég náttúrulega fara að telja upp, hvalaskoðun, safnahúsið, hvalamiðstöðin, reðasafnið, skrúðgarðurinn, vatnið o.s.frv. Verst finnst mér nú eiginlega þegar ég þarf nú að fara vísa þeim á reðasafnið, phallological er nú ekki mjög lýsandi orð, og oft þarf ég að fara út í einhverjar meiri lýsingar. Afhverju gat þetta ekki bara heitið the penis museum?

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Hvað gengur sumu fólki til

Geisp geisp. Ég er búin að vera í vinnunni stanslaust síðan fyrir níu í morgunn, vildi óska að það nennti einhver að tala við mig.
Annars hefur það hvarflað að mér að ég sé alger snobbhæna, ég nefnilega er svoltið í því að taka eftir furðulegum múnderingum, ja á allakanta. Til dæmis varð ég vör við mann sem sem var sköllóttur, með örugglega mjög sítt að aftan því hann greiddi hárið aftan af hnakkanum og yfir skallann og festi svo herlegheitin með spennu í einhver örfá hár ofan við ennið. Hvað ætli þessi maður hafi verið að pæla þegar hann fór að heimann? Heldur hann að maður taki eitthvað minna eftir því að hann sé sköllóttur þegar hann er svona????? Er ekki bara málið að snoða sig þegar hárstaðan er svona????? (Hilda Rós ætlaði að fara fram á við Roberto að hann greiddi sér svona, smekkur fólks er greinilega misjafn)
Síðan kom maður hérna í gær sem var í svona líka skemmtilega barbie-bleikri skirtu, er ekki enn búin að átta mig á hvað honum gekk til, þar að auki var hann með sítt rautt skegg og skalla og sítt að aftan, alstaðar hár nema bara rétt á toppnum.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Sri er fundin og sænski póstpokinn líka

Ég eiginlega sprakk úr hlátri þegar það kom í fréttum að líkið af henni Sri hefði fundist í morgunn. Ekki það að mér finnist eitthvað skemmtilegt við það að fyrrverandi sambýlismaður hennar hefði tekið sig til og stútað henni, heldur vorum við Helgi bróðir búin að tala um það í gærkvöldi að það væri nú svoltið fyndið ef henni hefði svo ekkert verið hent í sjóinn, og það var einmitt það sem gerðist. Hún Sri fannst bara í gjótu við Hafnarfjörð og björgunarsveitirnar búnar að sitja yfir einhverju rekaldi í tvo daga, það hlýtur að vera svekkjandi fyrir þá.
Það er samt eitt sem ég hef velt svoltið fyrir mér í þessu máli.
Hvar fær maður drappaða sænska póstpoka? Er ég að missa af einhverju? Er þetta til á öllum heimilum nema mínu? Er þetta eitthvað svipað og með bláu fótanuddtækin um árið? (sem reyndar myndi skýra það afhverju það er ekki til drappaður sænskur póstpoki heima hjá mér, það hefur heldur aldrei verið til fótanuddtæki, hvorki blátt né öðruvísi) Hvar nær maður í drappaðan sænskann póstpoka (sem ég gat nú ekki betur séð en að væri grár í sjónvarpinu)?