laugardagur, ágúst 14, 2004

Hei! Konur eru líka fólk!

Hingað til hef ég nú ekki talið mig meðal gallhörðustu femínista en mér finnst alveg vera tákmörk fyrir karlrembunni. Ég var að lesa viðtal við einhverja rappara í Fréttablaðinu í morgunn og ég verð eiginlega að viðurkenna að þeir fóru nett í pirrurnar á mér. Sennilega er borin von að þér þarna Young Buck og LLoyd Banks úr G-unit vaði í vitinu og reyndar grunar mig að það vanti eitthvað í hausinn á þeim sem stoppar þá frá að segja allskonar vitleysu.

"Það væri hálf erfitt að standa fyrir framan krakkana án þess að hafa eitthvað. Maður verður að hafa eitthvað til þess að sýna velgengnina, hvort það er skartgripur eða glæsilegur kvennmaður".

Já já það skiptir greinilega engu máli hvort það er skartgripur eða kona.
Þeir vildu reyndar meina að þetta snérist ekki bara um "peninga og kerlingar". Hvað er annars málið með þetta orð "kerlingar", síðan hvenær fóru menn að nota það almenn yfir konur? Þegar ég heyri þetta orð, held ég alltaf að það sé verið að tala um konur á elliheimilinu. Reyndar finnst mér orðið kall hafa svipaða "niðrandi" merkingu og dettur mér alltaf í hug þegar ég heyri setninguna "já x er komin með kall" að þessi x hafi náð sér í bekkjarbróður afa síns eða eitthvað því um líkt.
Reyndar finnst mér alveg stórmerkilegt að þetta rapp og R&B skuli eiga þvílíkum vinsældum að fagna hérna á Íslandi (Mér finnst það leiðinlegra en allt) þar sem textarnir endurspegla ekki beint íslenskann veruleika. það er til dæmis ekki almennt vandamál á íslandi að fólk sé skotið úti á götu í íbúðahverfum, eða bara skotið út á götu yfirleitt, mig grunar að það sé ekki æðsti draumur fólks hérna á íslandi að geta borgað reikningana sína, alla vegana hefur það ekki verið temað hjá íslensku tónlistarfólki hingað til (ég man eftir ótrúlega vinsælu lagi fyrir nokkrum árum sem snérist um það að einhver kærasti lifði á stelpu, keyrði bílinn hennar, notaði símann hennar og borgaði svo aldrei neitt!!!!) Og ekki hef ég heyrt um að það sé fjöldi fólk sem lifir svokölluðu götulífi vegna fátæktar og/eða menntunarleysis. Götufólkið okkar eru yfirleitt alkar, eitulyfjaneitendur og/eða fólk með einhver geðrænvandamál.

"Demantarnir, bílarnir og kellingarnar í myndböndunum eru tákn um verðlaunin sem þú getur fengið ef þú spilar þennann leik."
Hvaða leik? Er ekkert í hausnum á þessum mönnum?

Engin ummæli: