Eitt er víst að ég verð í góðu skapi í allann dag.
Það komu nefnilega frakkar með ferðahandbók áðan og spurðu um kirkjuna og bentu á einhvern texta þar sem fyrirsögnin var "kirkjan" og við hliðina var mynd af húsinu hjá Helgu Nínu (fyrrverandi leikskólastjóra og virðulegri frú) og.........hvað heitir maðurinn hennar???? og voru þessi frönsku hjón að leita af akkúrat þessarri kirkju.
Ég veit að húsið hennar Helgu Nínu er alveg sérstaklega virðulegt hús en............ekki er það kirkjan.......nema eitthvað hafi farið framhjá mér. (Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta svona timburhús í svoltið svona svissneskum/sumarbústaða stíl, með svölum og kvistgluggum (enginn kross á þakinu eða neitt)) Kannski er Helga Nína búin að stofna sértrúarsöfnuð, en ég er ekki búin að heyra af því.......svo.......
Ég kunni samt eiginlega ekki við að benda þeim á húsið hennar Helgu Nínu, ef ske kynni að þau myndu banka uppá og heimta að fá að skoða "kirkjuna", ég er ekkert viss um að Helga Nína hefði húmor fyrir því.
Ætli höfundar þessarrar bókar hafi vitað að þetta væri ekki kirkjan og bara verið að spauga í fólki????
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli