miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Dagurinn í dag

Rólegt í vinnunni
*Mogginn: Maður í Frakklandi sendur í geðrannsókn eftir að hann braut niður vegg í íbúð sinni til að stækka íbúð sína og fræðir lögguna um að hann sé Faraó þegar hún hefur afskipti af honum. Maðurinn bjó víst í blokk. (ekki skrítið þótt löggan hefði afskipti af honum þegar hann hóf að brjóta veggi-kominn inní íbúð hjá öðrum)
*Frönsk börn eru algerar dúllur þegar þau tala: 2 ára dreng rekur í rogastans þegar hann sér skrifborðið mitt/bátinn -"maman, c´est un bateau!"
*Einhver voða sniðugur dreifir pappír útum allt inn á klósti (daglegur viðburður)
*Einhver verður pirraður yfir því að ég viti ekki um neinn sem getur farið með hann í hvalaskoðunn, vill ekki fara með þessum tveim fyrirtækjum sem eru hérna (nánös!!)
*Laga 120 sinnum til í bæklingunum, það virðst ómögulegt að setja bæklingana á sinn stað aftur.
*Einhver spyr hvað kaffið kosti, einhver spyr eftir safnahúsinu, hvalamiðstöðinni, sundlauginni, rútuferðum, Selum, Lundum, náttúrulegum laugum........
*Mogginn: Michael Jackson ekki misþyrmt við handtöku en hann er að fara í enn eina lýtaaðgerðina, þarf að bæta á nefið á honum með pörtum úr eyrunum. (Þá verður hann eyrnalaus greyið). Þórey Edda í 5ta sæti........
*Verð ringluð við að horfa á viftuna snúast í loftinu
*Er að pæla í að telja bílana sem keyra framhjá,,,,,,,,,,,,,,,