föstudagur, ágúst 20, 2004
ilmsprey
Mér datt það í hug áðan þegar ég var að kaupa lyktarsprey í dag, fyrir klóstið í vinnunni minni (sem mér skildist að stinkaði) þegar við Edda vorum í Hrísey. Við fórum á einhvern bar (ótrúlegt þegar við 2 eigum í hlut). Þegar maður fór svo inn á klósett á þessum bar sprautaðist alltaf ilmsprey út í loftið í hvert skipti sem maður fór inn, það var einhver svona dæla tengd við hurðina. Síðan þá hef ég eiginlega hatað ilmsprey því að eftir kvöldið var maður farinn að lykta eins og klóstið því að þegar maður kom þarna inn sprautaðist ilmspreyið yfir mann. Edda brást hin versta við, hún átti víst ilmvatn heima hjá sér.