þriðjudagur, desember 18, 2007

Eru dagblöðin hætt að hafa fólk í vinnu......

.....við lesa yfir texta til að tékka málfar og stafsetningu áður en þeir fara undir augu almennings!!!.......

Hvernig getum við eiginlega ætlast til þess að útlendingar læri íslensku, þegar við getum það ekki einu sinni sjálf?????? Og ráðum fólk sem greinilega þekkir ekki muninn á því að deyja og drepast, dauð og dáin, éta og borða.....og svo mætti lengi telja.

Af hverju getur fólk ekki bara munað það að dýr drepast, eru dauð og éta, á meðan þau eru enn á lífi. Þar af leiðandi byrjar maður fréttina sína ekki svona "Kona lá eftir dauð..." (þið getið séð afgang hér)

Af hverju getur fólk annars ekki bara munað að sagnirnar hlakka og kvíða taka með sér nefnifall, og að maður kaupir gjafir handa fólki en ekki fyrir það. (nema þú sért sérstaklega greiðvikinn og sért að kaupa gjafir fyrir Pétur og Pál, sem þeir ætla síðan að gefa einhverjum öðrum.) Maður talar við lækni en ekki læknir.

Þetta er nú það sem fer mest í taugarnar á mér í dag. Ég ímynda mér ekki að ég sé best í íslenskri málfræði, en stundum stend ég sjálfa mig að því að telja málfræðivillur hjá fólki sem ég tala við, ef það er sérstaklega slæmt.

Ein spurning í lokin:
Hver er munurinn á seinasta og síðasta? Hver er munurinn á því að segja "seinasta laugardag" og "síðasta laugardag"?

sunnudagur, desember 16, 2007

http://www.youtube.com/watch?v=p58_glJe_PY

ER EKKI Í LAGI?


Skólayfirvöld í Norður-Kaliforníu máttu greiða sem svarar tæpum sex milljónum króna í málskostnað fyrir fjölskyldur sem höfðuðu mál á hendur skólanum vegna reglna um klæðaburð nemenda.

Foreldrar barna í skólanum fóru í mál eftir að nemanda var refsað fyrir að mæta í skólann í sokkum sem á voru myndir af Tígra, vini Bangsímons.

Dómssátt náðist í málinu, en talsmaður skólayfirvalda sagði í síðustu viku að milljónirnar sex rynnu til lögmanna fjölskyldnanna. Reyndar þurfa skólayfirvöld líklega einnig að greiða sínum eigin lögmönnum.

Í dómssáttinni segir m.a. að skólanum sé ekki lengur heimilt að krefjast þess að nemendur séu einvörðungu í einlitum sokkum. (fengið af mbl.is)

Aumingja fólkið uppi !

Það getur ekki verið gaman að eiga börn, alla vegana ekki þessi sem búa með köttunum ofan við mig.

Ég rumskaði við það í nótt, kl.03:xx að það voru greinilega gestir í glasi hérna á efri-hæðinni. Ég hugsaði þeim þegjandi þörfina og breiddi koddann yfir hausinn.
Kl 07:xx vaknaði ég við börnin, þá voru þau komin af stað, syngjandi.

Það er nú bara ekki í lagi með þetta lið. Annað hvort vaknar maður við ryksuguna fyrir 8 um helgar, ef ekki, þá vaknar maður við börnin syngjandi, t.d. Maístjörnuna.

föstudagur, desember 14, 2007

Þýðinga mistök


Ég var að horfa á einkar góðann þátt í vonda veðrinu í dag um 5 leitið. Eitt atriðið gerðist á lögrelustöð þar sem lögreglan neitaði að láta glæpakvendi laust vegna þess að það hafði farið úr bænum, eftir að hafa framið glæp en hafði verið látin laus gegn tryggingu. En glæpakvendið hafði farið til að huga að ungum syni sínum og komið síðan aftur til baka. En núna harðneitaði lögreglan að láta hana lausa af því að hún væri "flight risk".

Þýðingin bjargaði þessum annars leiðilega þætti alveg fyrir mér, þýðandinn virtist skilja það sem svo að með þessu "flight risk" væru handritshöfundarnir auðvitað að vitna til þess að konan væri hættuleg í flugvél, og þess vegna vildi lögreglan loka hana inni þangað til dómur yrið kveðinn upp yfir henni. Ekki sú að þeim þætti líklegt að konan myndi flýja.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Genin

Ég var að lesa grein um genabreytingar manna á www.mbl.is, þar sem talað er um að gen manna séu sífellt að breytast "Sem dæmi má nefna að Afríkubúar eru með ný gen sem veita mótstöðu gegn malaríu. Evrópubúar eru með gen sem auðvelda fullorðum einstaklingum að melta mjólk og Asíubúar eru með gen sem gera eyrnavax þurrara en hjá öðrum."(´úr greinini)

Ég fékk nú eiginlega kast þegar ég las þetta með eyrnavaxið, það er spes, og ennþá meira spes að hafa tekið eftir því!

föstudagur, desember 07, 2007

Hvað hefur maður með kött að gera í blokkaríbúð?

Þau eiga tvo ketti. Fólkið fyrir ofan mig á tvo ketti. Ég heyri krafsið í þeim niður til mín, þegar þeir spóla á parketinu, plastparketinu.
Hvað hefur maður annars að gera með tvo ketti í blokkaríbúð? -Eru þau kannski farin að reka kattahótel?

sunnudagur, október 21, 2007

Óráðin framtíð, hvers á ég að gjalda?

Tileinka�u ��r a� �akka fyrir �ig � meira m�li en �� ert vanur/v�n. Einnig �ttir �� a� bera fram �skir ��nar �v� vi�br�g�in ver�a oftar en ekki j�kv�� �egar �� einfaldlega spyr�. Gleymdu ekki a� bi�ja um a�sto� �egar �� �arfnast �v� f�lk f�tt undir stj�rnu lj�nsins er f�rt um a� fara fram � hj�lp n�ungans ef �annig stendur � me� �v� a� bi�ja um grei�a en einungis me� j�kv��um og sk�rum h�tti. Haltu fast � forgangsr�� ��na �t okt�ber m�nu� og gef�u sj�lfinu forskot �ar me�.

Fengið að láni hjá spamadur.is í dag. Ætli Ellý hafi fundist erfitt að ráða í framtíðina núna og bætt mörgum spurningarmerkjum inn til að undirstrika það?

sunnudagur, október 14, 2007

Þarna komst upp um mig ;(

Já ég er ekki karlmaður.

Það hafa ruslpóstssendararnir haldið í mörg ár þegar þeir hafa sent mér auglýsingar um viagra og "penis enlargement"
Núna hefur sem sagt komist upp um mig og nú er ég farin að fá ruslpóst í gríð og erg þar sem bók ein er seld sem á að kenna konum að verða eftirsóttar af karlmönnum (!!!!)


Dear Svanlaug,

In case you haven't checked the forecast lately, here's today's
report:

IT'S RAINING MEN! (Hallelujah!)

And what's BLOSSOMING is the love lives of "Dating Without Drama"
women all over the world!

Today's DISH is devoted to some of the most awesome, INSPIRING
success stories I've received recently...

These women got out of their dating doldrums and discovered that,
when they date without drama, THERE ARE MEN EVERYWHERE who want to
date them and SHOWER them with attention and affection!

Svan, if you're ready to watch your love life bloom
into a happy, healthy one that's successful beyond your wildest
dreams, IT CAN BE DONE...




ÞAÐ ERU ÖRUGGLEGA EINHVERJAR NÓGU DESPERATE TIL AÐ KAUPA BÓKINA

fimmtudagur, október 11, 2007

Ein spurning til ykkar


Er fiskur kjöt?

sunnudagur, október 07, 2007

Talandi um búrókrata.

Ég fékk símtal fyrir um tveim vikum síðan, frá fyrrverandi leigusalanum mínum. Þar tapaði ég 30 mínútum af lífi mínu. Þá þurfti ég að fara aflýsa leigusamningnum mínum. Nú skyldi maður halda að það væri nóg að hringja í liðið sem vinnu hjá sýslumanni. En nei!!! Ekki var það nóg! Heldur þurfti ég að fara sjálf og hafa með mér afrit af leigusamningunum mínum.... Nú voru góð ráð dýr. Alveg villidýr. Ég hafði ekki hugmynd um hvar leigusamningurinn væri, hann var orðinn meira en ársgamall og þar að auki var ég flutt, fyrir um 3 mánuðum!!!!
Ég leitaði í öllum kössum hér heima. Og var gjörsamlega að gefast upp þar til mér datt í hug að hafa samband við Reykjavíkurborg. Þau lágu á samningnum mínum, eins og ormar á gulli, ég þurfti meir að segja að skrifa undir þegar ég tók hann með mér. Þetta þýddi að ég þurfti að gera mér ferð á svæðisskrifstofu reykjavíkurborgar í vesturbæ...gleði, gleði. Síðan fór ég skógarhlíðina að láta aflýsa þessu súper skjali, en nei ekki var það nóg! Þau stimpluðu aftan á samninginn og sögðu mér að láta leigusalann skrifa undir.
Það kostaði aðra ferð í Vesturbæinn og 45 mínútur af lífi mínu. Núna veit ég allt um drengina sem leigja íbúðina. Það liggur við að núna geti ég giskað á í hverning nærbuxum þeir séu þessa stundina.
Það var sem sagt um 3 klst prósess að aflýsa einu skjali.

laugardagur, september 29, 2007

Frekar líbó, ha?

Mér finnst ég alveg svakalega líbó þegar ég fer fram í þvottahús á náttfötunum. Lengra fer ég þó ekki....Og reyndar hefur það ekki hvarflað að mér.
Hingað til.

Um daginn fór ég síðan rétt fyrir hádegi á fimmtudegi að taka bensín á bílinn minn. Haldið þið ekki að stúlkan sem var að taka bensín á undan mér hafi ekki verið á náttfötunum. Marta, náttbuxurnar hennar voru meir að segja ljótari en mínar bleiku með blómunum. Hún var síðan í rauðri flíspeysu utan yfir, en á náttbuxunum engu að síður.
Þarna varð mér ljóst að barnaefni hefur greinilega meiri áhrif en við höfum hingað til haldið. Þessi stúlka hefur augljóslega horft á Bananabræður hér á árum áður.

þriðjudagur, september 25, 2007

Sorrý kannast ekki við það


Þegar þú ert á veiðum - ljónið sjálft - ættu önnur frumskógardýr að draga sig í hlé. Þú ert alveg til í að vera vinalegur, en því miður, þú ert SVANGUR!

Og hvaða rugludallur komst nú í að semja stjörnuspána??????

miðvikudagur, september 12, 2007

Ja-há?

Ef þú púkkar enn upp á manneskju sem myndi selja ömmu sína við fyrsta tækifæri, skaltu slíta sambandinu. Það verður létt að finna staðgengil.

Já þetta var stjörnuspáin í dag? Hvernig túlkið þið hana?

Hvað er í gangi á Kársnesi?


Aðalmálið á Kársnesi þessa dagana er sennilega stækkun Kópavogshafnar. Ég las frétt um málið á www.mbl.is áðan þar sem verið var að fjalla um málið og fjallaði greinin aðallega um hversu margar athugasemdir hefðu komið fram í sambandi við þessa stækkun. Ég geri ráð fyrir að allar athugasemdirnar séu á neikvæðunótunum en það sem mér þótti merkilegast var að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að taka allar athugasemdir til greina. Mér sýndist á greinini að þeir sem væru ungir, þ.e. undir 18 ára aldri hefðu ekki rétt á að hafa skoðun á málinu. Einnig var minnst á að fólk yfir níræðu hefði líka haft skoðun á málinu og mér fannst eins að það ætti ekki að hafa skoðanir. Á maður þá bara að hætta að hafa skoðanir þegar maður nær ákveðnum aldri? Hver er sá aldur? Er það á sama tíma og maður fer á ellilífeyri? Á maður þá bara ekki að missa kosningaréttinn þá líka?
Annað sem mér þótti sérstaklega athyglisvert var að heimilisköttur hefði skilað inn athugasemd og fylgdi með greinini að athugasemd kattarins yrði ekki tekin til greina. En mín spurning er:Afhverju ekki? Fyrst hann getur komið henni í orð?

sunnudagur, september 09, 2007

Réttir í Madrid?

Eða næstum því.
Götur Madridar munu í dag fá ein 1000 stykki af búfénaði í heimsókn, þar af 700 spænskar kindur. Búfénaðurinn er kominn til Madridar í tilefni af 14. hátíð hirðlífis. Á hátíðina munu koma hirðingjar og smalar frá um 40 löndum og mun hún vera haldin til að hvetja lönd til að slaka á reglum um landamæri og annarskonar höftum sem koma í veg fyrir að hirðingjar fái að ferðast óáreittir með búfénað sinn.

laugardagur, september 08, 2007

Tískan kemur aftur

Hvað er málið?????!

Ég fór í bæinn í dag og ætlaði..............................ég endurtek ætlaði að kaupa mér föt. Ég var reyndar mjög efins um að ég fyndi eitthvað sem mér líkaði....Ég hef nefnilega verið að taka eftir því upp á síðkastið að furðuleg tíska er að stinga upp kollinum. Elliheimilatískan, núna þykir smart að ganga með slæður, já þið heyrið rétt, kellingaslæður, eins og gamlar konur ganga með. Ég höndla það ekki. Síðan get ég svarið að ég sá flíkur sem eru alveg eins, eins í sniðinu og með eins munstri eins og gömlu útþvegnu flíkurnar sem kellingarnar áttu á elliheimilinu, bara minna útþvegnar. Ég höndla þetta bara ekki. Er að hugsa um að hætta að kaupa mér föt þangað til þessi tíska fer aftur. Ég er bara hrædd um að krumpugallar með vængjaermum komi aftur í tísku.

föstudagur, ágúst 31, 2007

La tomatína


40.000 manns + 115.000 kg af tómötum = getur ekki verið annað en gaman.

Er að hugsa um að fara á næsta ári, langar að fara á næsta ári, en því miður er þetta í lok ágúst.

mánudagur, ágúst 27, 2007

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta

Ég var að lesa mbl.is áðan og rakst á grein Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn og hélt auðvitað að þetta væri eitthvað djúsí frá Hollywood. Það rann í gegnum huga minn að kannski ætti Brad Pitt bróður, eða kannski George Clooney......En nei, ekki varð mér að ósk minni. Þá var þetta frétt um tvo þýska bræður, þann eldri 26 ára og þann yngri sem greinilega var yngri og átti 24 ára kærustu. Já þið eruð örugglega farin að átta ykkur.....sá eldri var sem sagt að sofa hjá kærustu þess yngri vegna þess að yngri bróðirinn var of FEIMINN til að sofa hjá eigin kærustu!!!!! og þetta uppgötvaðist ekki fyrr en stelpu greyið kveikti ljósið í svefnherberginu. Þá höfðu bræður skipt um hlutverk á klóstinu og passað að þegar sá eldri var inni til að taka hlutverk yngri bróðursins að ljósin væru slökkt.

Myndi maður nú ekki bara láta gæjann fara í stað þess að semja við systur sína um að sofa hjá honum, ef maður þyrði ekki úr fötunum fyrir framan hann?????
Og nú af því að ég á ekki systur, þá ætla ég að beina þessu til frænkna minna -stelpur, ég ætla ekki að sofa hjá kærustunum ykkar. Ef þið þorið það ekki sjálfar, losið ykkur þá við þá!

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Frh.

Já síðan fór ég með Aude í matarboðið. Þar hittum við fyrir maraþonhlaupara og deitið hans. Maraþonhlauparinn hafði lokið maraþoninu þarna um daginn á sex klukkustundum, á meðan aðrir voru að klára það á 3 og hálfri klukkustund, og þá er ekki að tala um sjálfa mig. Þið vitið það alveg að mér dytti aldrei í hug að hlaupa meira en 4 metra í einu, er það ekki? Ólyginn segir að það hafi einn sjötugur lokið keppini á undan maraþonhlauparanum, sem er þó enn á þrítugsaldri. Það þótti frekar broslegt allt allt kveldið.
Síðan fórum við á tónleika á Miklatúni, þarsem elstu tónlistarmenn landsins kepptust við að fá hjartaáfall.......Sem betur fer slapp það nú til að einhver dræpist á þessum tónleikum. Annars þótti henni Aude Megas vera merkilegasti tónlistarmaðurinn, hún skildi engan veginn í því að manninum væri hleypt svona drukknum í sjónvarp, útvarp og upp á svið. Síðan lá leiðin á flugeldasýningu og síðan heim til Maraþonhlauparans í partý....... Þar sem fólk á einum tímapunkti var komið í að reyna láta sér detta einhverja í hug sem hægt væri að spyrða saman við einhleypingana í partýinu. Ég stoppaði það af þegar kærasta maraþonhlauparans lét sér detta í hug að fara koma mér saman við bróður sinni. (það var of mikið af því góða!!!! Hilda mín, þú veist af hverju.) Enda mér mein illa við að það sé verið að koma mér saman við hina og þessa. Aðallega hina samt. Frh....Þetta er svo löng saga að ég meika ekki meira

föstudagur, ágúst 24, 2007

Jæja þá er hún Aude farin heim. Ég dró hana niður í bæ á klukkan 10 að morgni menningarnætur. (Hvað? Það er ekkert að þessari setningu). Við lögðum við Dropann og gengum svo Barónsstíg og síðan niður Laugarveginn. Þegar við vorum komnar niður Laugarveginn og Bankastrætið líka, gengum við fram á þennan ofboðslega mannfjölda. Þá var Reykjavíkur-maraþonið í fullum gangi. Þar sem við vissum af einum kunningja mínum á hlaupum þarna þá ákváðum við aðeins að hinkra, en sáum hann ekki. Síðan héldum við áfram niður á Hallærisplan og horfðum á indverska dansara. Síðan fórum við í Kolaportið. Þar kenndi ýmissa grasa og þar var líka mjög skrítin lykt. Í Kolaportinu keyptum við einmitt harðfisk og hákarl, því ég taldi vinkonu minni trú um það í kvikindisskap mínum að það væri nú ekki hægt að koma til Íslands án þess að bragða þetta hnossgæti..........

Síðan héldum við áfram og eiginlega til baka aftur, því nú lá leið okkar upp að Hallgrímskirkju, þar sem við settumst niður með maltextrat og frönsk horn. Ég beið spennt eftir að geta gefið vinkonu minni hákarlinn. Við opnuðum harðfiskinn, maltið og mauluðum á hornunum, þegar mér sýndist vinkona min vera búin að borða opnaði ég dósina með hákarlinum............. Hún tók bita og stakk honum upp í sig.........ég beið spennt eftir að hryllingssvipurinn kæmi á andlitið á henni, en hann kom ekki.....henni fannst hákarlinn bara ágætur.


Við dönduluðumst niðri í bæ, urðum fyrir því að einhverjir latíno-gæjar reyndu að taka okkur á löpp með því að bjóða okkur í siglingu....Hver veit hvenær eða hvor okkur hefði verið skilað aftur?????? Síðan var okkur líka boðið í mat til Ástu og Baldvins.

frh. síðar...

laugardagur, ágúst 18, 2007

Útilega? Ha?

Jæja nú er hún Aude mín komin. Við erum búnar að fara á Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Seljalandsfoss og svo alla leiðina til baka til Rvk-ur, og komum náttúrulega við í Eden til að fá okkur ís með dýfu, dýfa er óþekkt fyrirbæri í Frakkalandi. En tær snilldar uppfinning að sögn súkkulaði svínsins Audar. Aude átti nú samt besta frasan í Hveragerði þegar ég var að rúnta með hana um bæinn og var komin með hana upp á golfvöll sem er fyrir ofan bæinn. "Er þetta ekki svolítið lítill vegur til að geta verið til Reykjavíkur???" Ég fékk kast.
Síðan erum við stöllur búnar að eignast uppáhalds lag í íslensku útvarpi, Allt fyrir ástina, með honum Páli Óskari. Þvílíkt lummu lag, sambland af diskói og teknói. En við tökum nú samt alltaf upp á því að fara raula það, þvílíkt sem það festist í heilanum á manni....

Við fórum í "útilegu" á Snæfellsnes. Fórum í gærmorgunn og komum aftur í kvöld, þ.e. föstudagskvöld. Það hvarflaði að mér að kíkja í tjaldpokann kvöldinu áður en við fórum, en gleymdi því síðan aftur, satt að segja fannst mér það ekki þurfa því að ég var bara búin að tjalda einu sinni, og mundi eftir því að hafa tekið það upp aftur heima til að þurka það eftir vosbúðina á Höfn um árið á Humarhátíð. Síðan ætluðum við að gista í þessu fína tjaldi í Ólafsvík, en nei nei, haldið þið ekki að himininn hafi ekki verið týndur og tröllum gefinn..... Þá hafði tjaldið verið í geymslu hjá foreldrum mínum og Hemmi litla dýr ekki farið í útilegu við Botnsvatn, í tjaldinu mínu!!!! (mig rámar nú eitthvað í það núna að hafa lánað honum það). Hemmi segist ekki hafa komið öllu dótinu fyrir í tjaldpokanum og því fór himininn í bakpoka sem vinur hans á, og þar er hann örugglega enn....ef hann er ekki kominn á haugana. Þannig að við máttum gjöra svo vel að gista í bílnum!!! Frábær útilega! Ekki satt?

mánudagur, ágúst 13, 2007

Er fyrsti apríl?

Ég næstum því dó áðan, úr hlátri, þegar ég rakst á frétt á www.visir.is með titlinum Perri á reiðhjóli
Auðvitað þurfti ég nú náttúrlega að lesa fréttina, og þá dó ég aðeins meira, að innan. Þá voru það víst einhverjar ungar stúlkur, vonandi ekki mjög ungar þó, sem gengu fram á mann á Sólvallagötunni sem var nótabene á reiðhjóli, að fróa sér!!!! Stúlkunum varð að sjálfsögðu mjög brugðið að sjá þennann másandi mann, stóð í fréttinni. Einnig kom fram í fréttinni að þetta hefði verið um kl 7 um morgunninn. Hvað eru ungar stúlkur að gera svona snemma úti? Þær geta nú ekki hafa verið mjög ungar. En alla vegana var lögreglan að leita að þessum manni, á milli þrítugs og fertugs, með derhúfu, í rauðum og bláum jakka. Og semsagt á reiðhjólinu.

Hvað er að?? Hverjum dettur eiginlega í hug að fara fróa sér, sitjandi á reiðhjóli, úti á götu???? Er fólk hætt að vilja fá að vera í friði við þetta???

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Jæja þá er gamanið búið, ja svona næstum því

Því að ég á að fara á fund með deildinni minni, sem samanstendur af tveimur öðrum manneskjum núna á föstudagsmorguninn kl 10, úff hvað það verður erfitt að vera komin eitthvað kl 10, ég get verið vöknuð, ekkert mál, en að mæta einhverstaðar fyrir 10 gæti orðið erfitt.

Ekki má gleyma að mér er boðið í partý í Hljómskálann um helgina

Það er samt fullt á döfunni, þar sem hún Aude mín ætlar að fara koma í heimsókn á mánudaginn og vera í heila 9 daga. Er að pæla að fara með hana smá á suðurlandið, Borgarfjörðinn og kannski Snæfellsnesið, voða gaman. Síðan er náttúrulega Menningarnótt, sem ég hef aldrei prófað fyrr, hef alltaf verið fyrir norðan eða að vinna, eða jafnvel bæði..... Síðan, síðan, síðan.... byrjar bara skólinn.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Falleg húfa, ekki satt?

Þetta er húfa sem , supuestamente, tekur við hávaðanum sem verður þegar maður hugsar.

Myndin er fengin að láni hjá: www.elpais.com


mánudagur, ágúst 06, 2007

Á barnum

Mig rak í rogastans þegar ég var að "fletta" El País og rak augun í þessa mynd. Þetta er einmitt bar sem við stelpurnar fórum á á Tenerife. Fínasti bar með írskristemmingu. En ekki er hún falleg fréttin sem fylgdi. Þar er sagt frá því að 21 árs "karlmaður" af arabískum uppruna hafi látið lífið eftir að hafa verið sleginn af einum af dyravörðum staðarins. Faðir hins látna vill meina að margir af þeim mönnum sem vinna sem dyraverðir séu drápsvélar án þess að þurfa á byssum eða hnífum að halda og hafi mikla fordóma gagnvart múslimum og dökku fólki.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Herra Valencía................

Þetta er herra Valencía. Hvar fundu þeir þennann mann? Á djamminu?
-Maðurinn er með bauga langt niður á kinnar. Hvað er málið? Er maðurinn drukkinn á myndini? Var ekki hægt að spasla svoltið undir augun á honum?

Og fór maðurinn í alsherjar líkamsvax? Hvað haldið þið? Mér þykir mjög undarlegt að sjá svona dökkhærðann mann með svona lítið af líkamshári.

Myndina fékk ég að láni hjá: www.hola.es

föstudagur, ágúst 03, 2007

Hvað í...................?


Þessi mynd er fengin að láni hjá www.elpais.es þar sem hún tekur þátt í "Besta mynd sumarsins".

Hvað eru þessir strákar annars að gera? Var þeim svo heitt að þeir misstu vitið?

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Það tók nú bara tvo mánuði

Já það tók nú einungis tvo mánuði að einhver færi að sakna mín og kvarta yfir því að ég hefði ekkert bloggað....

Annars er allt gott að frétta, er búin að vera í sumarfríi í allt heila sumar og hef líka fengið svona brakandi blíðu.

Ég flutti í Árbæinn 31.maí, og bý núna ein með sjálfri mér, enginn karlmaður með mér. Ég frétti það nú nokkrum dögum eftir að ég flutti inn að ég væri að flytja inn með kærastanum mínum. Ég hef nú ekki séð hann ennþá..... ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að ég ætti kærasta..... en ekki lýgur almannarómur. Ætti ég kannski að fara hringja í lögregluna og láta lýsa eftir þessum manni sem á að hafa flutt inn með mér? Ég hef ekkert séð hann í að verða tvo mánuði. Hann gæti verið slasaður, ja eða jafnvel dauður.
Hvað finnst ykkur?

föstudagur, maí 25, 2007

Jæja búin að fara í klippingu, kom út nokkrum sentimetrum fátækari og þónokkuð mikið ljóshærðari.

Manneskjan sem átti að svara í símann gerði það aldrei, hún má ekki eiga von á því að ég reyni að hringja aftur, maður spyr sig afhverju maður sé að hafa fyrir því að púkka upp á svona lið.

sunnudagur, maí 20, 2007

Enn á lífi!!!!!!

Pirr, pirr.....

Ofboðslega finnst mér pirrandi þegar fólk svarar ekki í símann sinn................og ofboðslega finnst mér mikið meira pirrandi þegar maður er búinn að hringja svona sirka 20 í viðkomandi að manneskjan skuli ekki hringja til baka.....................

pirr, pirr.

Það fer alveg að líða að næstu klippingu

sunnudagur, mars 18, 2007

Hallo

Jæja........það er langt síðan síðast, ekki satt?

Mig langar rosalega til að geta sagt frá einhverju ofboðslega fyndnu en það mest spennandi sem ég hef gert síðastliðnar vikur er að fara í klippingu og síðan á árshátíð, sem ég var edrú á, hver vill líta út fyrir að vera alki á fyrstu árshátíð sem maður fer á með vinnunni?
Annars er var svolítið sniðugt í klippingunni, þar var kona sem vildi fá hár sem að væri flott og sem ekkert þyrfti að hafa fyrir.....helst vildi hún láta klippa á sig sítt hár .... Ég vona að við gerum okkur öll grein fyrir vanköntum þessarrar bónar.
Já og síðan kom ég út eins og tættur hænurass, með lagningu. Þær klippa vel þessar stúlkur en...........þær greiða öllum eins og þeir eigi ekki langt í elliheimilisaldurinn. Ég kom semsagt út með sömu greiðslu frú Grimmhildur Grámann, 86 ára nágranni minn og bílaskelfir (konan er enn með bílpróf og það
sést á bílnum).

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Snemmbúin valentínusargjöf

Þegar ég kom heim úr vinnunni einn daginn núna í vikunni sá ég að fyrir utan útidyrnar hjá okkur lágu sígarettustubbar í hrúgu, svona rétt eins og einhver hefði ákveðið að reykja innihald heils sígarettupakka þarna á punktinum. Í fyrstu varð mér hugsað til hennar Mörtu sem stendur nú yfirleitt á þessum punkti þegar hún er að fá sér frískt loft, en þar sem hún er nú sérstaklega pössunarsöm með sína afganga þá þótti mér þetta heldur skrýtið. Fólkið uppi segir að þessir stubbar hafi birtst þarna á meðan þau fóru í búðina þennann dag.
Nú er bara stóra spurningin, hver er það sem hugsar svona vel til okkar að hann eða hún vilji arfleiða okkur að þessum gersemum?
Er þetta einhver ábending? Hvað er eiginlega málið? Ætli Marta fari í taugarnar á nágrönnunum hinum megin þegar hún stendur þarna úti og teygar ferska loftið. (Þau ættu bara að vita hvað það fer mikið í taugarnar á mér að þau skuli ekki enn vera búin að fá sér gardínur fyrir alla íbúðina hjá sér, satt að segja fæ ég nú ekki mikið út úr því að horfa á nágrannakonununa spranga um á brjóstahaldaranum, það væri annað mál ef maðurinn hennar væri tilbúinn að fækka svolítið fötum og spranga svolítið, þá myndi ég kannski, og bara kannski endurskoða þennann pirring minn út í gardínuskort þeirra)...
En spurningin sem brennur enn á vörum okkar er: Hver á stubbana? (og afhverju eru þeir þarna?)

Eitt að auki: Ég vil í tilefni dagsins óska heilögum valentínusi til hamingju með afmælið.

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Sjálfvörn


Ég frétti af konu sem fór á sjálfsvarnarnámskeið núna um daginn. Konu þessarri er mjög illa við ofbeldi og þótti henni hún þess vegna ekki alveg eiga heima á svona námskeiði, þar sem maður lærir hin ýmsustu bolabrögð og trix til að berja á árásamönnum sínum. Hún komst þó að því að maður getur nú ýmislegt gert án þess að berja mann og annann. Eitt ráðið þykir okkur Mörtu alveg einstaklega skemmtilegt. Það er ráð við nauðgunn. Það er þannig að kona sem verður fyrir því að einhver geri sig líklegann til nauðgunnar á bara hreinlega að míga eða skíta á sig, nema bæði sé möguleiki, það á nefnilega að reka árásarmanninn á flótta.
Góð ráðlegging, erfiðari í framkvæmd. Ég er ekki alveg að sjá það fyrir mér að mér tækist að míga eða skíta á mig svona rétt á meðan ég væri á flótta undan einhverjum árásarmanni. En það er náttúrulega bara ég....hvað með ykkur?

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Jæja jólin búin, og áramótin líka. Maður má víst þakka fyrir að hafa ekki farið niður í bæ í þetta skiptið.

Fékk alveg fullt af jólagjöfum og hélt svo furðulegt áramótapartý að það einna helst hefði getað passað Twilight Zone þættina.
Undarlegir gestir og samtöl sem ekki á að eiga með glas í hendi.

Guð hvað ég er fegin að vera að fara í vinnuna á morgunn