laugardagur, september 08, 2007

Tískan kemur aftur

Hvað er málið?????!

Ég fór í bæinn í dag og ætlaði..............................ég endurtek ætlaði að kaupa mér föt. Ég var reyndar mjög efins um að ég fyndi eitthvað sem mér líkaði....Ég hef nefnilega verið að taka eftir því upp á síðkastið að furðuleg tíska er að stinga upp kollinum. Elliheimilatískan, núna þykir smart að ganga með slæður, já þið heyrið rétt, kellingaslæður, eins og gamlar konur ganga með. Ég höndla það ekki. Síðan get ég svarið að ég sá flíkur sem eru alveg eins, eins í sniðinu og með eins munstri eins og gömlu útþvegnu flíkurnar sem kellingarnar áttu á elliheimilinu, bara minna útþvegnar. Ég höndla þetta bara ekki. Er að hugsa um að hætta að kaupa mér föt þangað til þessi tíska fer aftur. Ég er bara hrædd um að krumpugallar með vængjaermum komi aftur í tísku.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kræst

siggadisa

Svan sagði...

jebb........ætli maður verði ekki kominn í bleikann krumpugalla með vængjaermum eftir ár.

Nafnlaus sagði...

Guð, nei

Siggadisa