þriðjudagur, desember 12, 2006

Skrýtnir nágrannar og annað furðulegt fólk

Já, ég á fuðulega nágranna......fólkið sem á íbúð hinum megin við bílastæðið ætlaði aldrei að fá sér gardínur, konan gekk fram og aftur á brjóstahaldaranum, ég get svo svarið það að það var orðið daglegt brauð að mæta henni á haldaranum á hverjum morgni þegar ég fór í vinnuna
Síðan á ég annann nágranna sem ég reyndar hef ekki hugmynd um hvernig lítur út eða hvar nákvæmlega á heima........en það eitt veit ég að honum þykir góð hugmynd að vera saga, með vélsög, eða munda gradda til að ganga 2 á nóttunni og snemma á morgnana um helgar....Er þetta fólk venjuleg.


Síðan er ein spurning til þeirra sem þekkja mig:
Er ég með eitthvað sérstaklega stingandi augnaráð? Horfi ég eitthvað óþægilega mikið í augun á fólki ??? Er eitthvað tabú sem ég veit ekki um með það að horfa í augun á fólki þegar maður talar við það eða?
(Ástæðan fyrir því að ég spyr er að manneskja sem ég hitti annað slagið virðist alltaf fara hjá sér ef eitthvað augnsamband myndast. t.d. ef ég lít upp frá einhverju sem ég er að gera og augnsamband myndast um leið, eða ef ég kveð og verður það á að líta í augun á þessari manneskju)

Svar óskast

laugardagur, desember 09, 2006

Skrýtnir draumar og skrýtnar konur

Mig dreymdi svolítið mjög furðulegt núna aðfaranótt fimmtudagsins. Mig dreymdi að ég fengi sendan pakka og var það hún Sara Rós sem átti að hafa sent mér þennann pakka. Ég dró pakkann inn í stofu, þar sem Ásta, Baldvin og Gunni, mig minnir að Gunni hafi verið þarna líka, sátu. Ég fer að opna pakkann og uppúr honum koma eintómar peysur, hver inní annarri, a.m.k 3-4 stykki, og það sem meira var að þær voru mismunandi í útliti en allar bláar!!!
Hvað haldið þið að þetta tákni??? (já, Sóley mín ég geri ráð fyrir að þú trúir ekki á svona)

Úr einu í annað....
Þá lenti ég í skrýtnu atviki um daginn, þ.e. Helgi bróðir lenti í svolitlu......
Hann var að versla í Bónus og þá vindur gömul kona sér að honum og fer að rífa sig yfir því að hann sé með í vörinni.................sé ekki alveg hvað það kemur henni við................Nú þessi kona, sem hvorugt okkar hefur séð áður, vildi meina að Helgi þjáðist af einhverri minnimáttarkennd og þess vegna væri hann að taka í vörina.....................

miðvikudagur, desember 06, 2006

Viljið þið segja mér hvað þetta þýðir!!!


Mið.6.12.2006

Hvert sem þú ferð, skaltu taka með þér þinn innri frið sem á til að gleymast í daglegu amstri í leit að auðlegð, umhverfinu að færa þér gjafir tilverunnar og vertu óháð/ur. Þú telur þig eflaust vita hvað réttast væri að gera í stöðunni þegar eitthvað verkefni er annars vegar en annað mun koma á daginn, vittu til.
-Fengið á www.spamadur.is



Hvaða íslenskufræðingur er þarna á ferð???? Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Ég veit ekki alveg hvað spámaður er að pæla þessa dagana, hann er alltaf að spá voða rómatík............ég hef nú ekki séð neitt af henni. (Ég fer nú að rukk'ann um hana) ;)

þriðjudagur, desember 05, 2006

Orðabók

Honum bróður mínum áskotnaðist orðabók um daginn, þá Pétrísku - íslensku.......
Það sem fólki dettur ekki í hug...maðurinn hlýtur að eyða heilu dögunum í að snúa útúr

skæluskjóða-blaðafulltrúi LÍÚ, þarsem hann skælir stöðugt yfir bágri afkomu sjávarútvegs
sköndlaskoðun- heimsókn í Reðursafnið á Húsavík
Sem minnir mig á þegar ég var að vinna í ferðamannaupplýsingum á Húsó þegar þýsk túristakona kom og hvíslaði yfir borðið hjá mér í miklum upplýsingartón að orðið phallus (sbr. phallus museum=Reðursafn) gæti misskilist á þýsku....já að phallus gæti bæði þýtt steinn og (svo hvíslaði hún enn lægra) typpi......(það munaði engu að ég öskraði úr hlátri (hafið ekki áhyggjur, ég hló bara mikið innra með mér)). Mér þótti nú lúmskt gaman að segja henni að phallus væri nú einmitt í seinni merkingunni.
spólgraður - maður sem verður graður af því að horfa á bláar spólur
kúlukílingar- golf

sunnudagur, desember 03, 2006

Nýjasta tækni og vísindi

Æi ég er nú ennþá að ákveða hvort þessi mynd sé sæt. Nú eru vísindamenn búnir að finna upp aðferð til að taka mynd af fóstri sem er enn í leginu. Þetta hér er sem sagt fílsungi í legi móður sinnar. En eitt er víst það er enginn friður lengur..... ef börnin fá ekki einu sinni frið á meðan þau eru inni í mömmu sinni.
Hvað finnst ykkur???

Mynd fengin á www.elpais.es.

Það er byrjað aftur.......

Já, undanfarið hafa mér verið að berast símtöl í heimasímann þar sem spurt heftur verið eftir Erlingi, ég veit ekki hvort ég hef rekið sögu þessarra símtala hérna, en alla vegana er þetta búið að ganga á síðan ég fékk símanúmerið......og náði hápunkti sínum þegar allt í einu vorum við komnar með talhólf á heimasímann, þarsem fólk var mikið að spyrja útí mótorhjól, bíla til sölu og verð..... Svanlaug snillingur tók það upp hjá sjálfri sér að breyta upphafsskilaboðum talhólfsins, við litlar vinsældir hjá eiganda hólfsins. Eftir það hefur nú ekki mikið verið hringt í Erling, fyrr en núna uppá síðkastið.......Og nú er annað hvort spurt eftir honum, já nú eða skellt á ( reyndar gæti kannski verið að þessar áskellingar tengist öðru, kannski á ég leynilegann aðdáanda, ja eða kannski Helgi bróðir) (ég hef nefnilega aldrei náð að ræða þetta við áskellarann) En ég gæfi mikið fyrir að eiga símanúmerabirti. (Forvitnin gæti drepið mig þegar fólk skellir á)

laugardagur, desember 02, 2006

Jæja jólin að koma

Já jólin eru greinilega að koma, það er búið að kveikja á jólatréinu á Húsavík....

Mynd fengin að láni á www mbl.is

Ein spurning, og kannski bara svona eins og ein athugasemd. Hvað finnst ykkur um breytingarnar a blogginu? Og því miður er ég búin að missa öll kommentin mín, svo þið verðið að fara kommenta með hjá blogger. Hitt dótið var ekki að gera sig lengur...sorry