föstudagur, júlí 29, 2005

Helgarfrí?

Hvað er nú það???? Mig rámar eitthvað að ég hafi fengið svoleiðis þegar ég fór þarna á Humarhátíðina þarna í denn. En ekki síðar.

Geisp !!!! minns er sibbinn, fór á næturvakt á þriðjudagskveldi, fór heim kl 8 á mið, í vinnu aftur kl, 1530 á mið svo morgunvaktir fim og í dag............og ég hef bara verið að sofa svona 4-5 tíma í einu..............ég er glórulaus. Ég er bara búin að vera í brjáluðum svefngalsa í vinnunni......


Fréttir:
-Ég keypti bíl í gær. bláan polo.
-Helgi bróðir náði skriflega bílprófinu í gær...................það er samt langt þar til hann fær að fara einn á nýja bílnum
-Er að fara til Egilstaða núna í kveld, með mömmu og pabba og hemma litla, fólki er vinsamlegast boðið í heimsókn, ef það vill.

mánudagur, júlí 25, 2005

Dúdd úrú dú

Ha? já á ég blogg..........ha?(heyriði ekki ljóskutóninn í rödd minni???)

Húmm, á síðasta föstudag fórum við Marta upp í Mývó í smá útilegu................þetta er skemmtilegasta misheppnaða ferð sem ég hef farið í, svo var hún líka fyndin ;)
Sko við komum í Mývó klukkan u.þ.b. 9 á föstudagskveldi, tjölduðum fallega braggatjaldinu hennar Mörtu, fengum okkur smá bjór og drifum okkur síðan á barinn, þá var klukkan 00:30 (þið getið ímyndað ykkur hversu smár bjórinn var).

Við reyndar urðum strax fyrir óþægilegri lífsreynslu bara heima á tjaldsvæði................................fullt af úllum á klóstinu...............og þeir voru bara að þvo á sér fæturnar í handlaugunum (Það er ástæða fyrir því að þetta heita handlaugar!!!!) og svo voru þeir að þvo þvott í handlaugunum, þvo sér að neðan fyrir framan alla (ég get svo svarið það að við erum báðar með gat á sálinni eftir þessa lífsreynslu)

jæja þegar við komum á barinn var bara fullt af fólki fyrir utann........það var búið að loka..... AÐ LOKA!!!!! svo við fórum bara heim í tjald og fengum okkur smá meiri bjór(til að drekkja klósettreynslunni, þið sjáið nú hvernig það gekk) , og fórum að sofa...................................og vöknuðum síðan í 20 stiga hita..............þ.e. það var 20 stiga hiti fyrir utan tjaldið..........................svona 500.000 gráður inní því...og ég í flíspeysu................það var ekki gott að vakna í þessu...............ég get svarið það að ég hef aldrei verið jafn nærri dauðanum............(Vonandi eigiði aldrei eftir að vakna þunn í tjaldi í sól).....................sem sagt ógeð!!!!!!

jæja við laumuðumst á bak við sundlaugina og lögðum okkur í 1,5 í skugganum. Síðan fórum við og fengum okkur pizzu á Zanzibar........................... ÞVÍLÍK ÞJÓNUSTA!!!!! helvítins þjónustubeljurnar höfðu verið þarna fyrir utan barinn kvöldinu áður. (ég var nú ekki svo drukkin að ég myndi ekki eftir þeim)
Við settumst niður. Biðum. Stóðum upp og fengum okkur matseðla. biðum. Biðum meira. Stóðum upp og pöntuðum. Ég kók, Marta vatn+pizzu. Gengum með drykkina á borðið okkar, ég 1/5liters kók og glas, Marta glas og vatnskönnu. Settumst. 5mín seinna kallar konan í okkur "Hey væruð þið til í að skila vatnskönnunni?" svona rétt eins og við værum að stela henni...........það var greinilega bara eitt vatnsglas á mann í þessu pleisi.................
Þessi staður leit út eins og veitingarstaður, verðið var eins og á veitingastað.......................en þjónustan.............oh my god........sem betur fer bragðaðist þetta ágætlega. Fólk þurfti að sækja sér hnífapör.............ég held við höfum verið heppnar að sleppa við uppvaskið.

Síðan fóruum við á túrhestamarkaðinn, ég keypti sokka með skjaldarmerkinu............það stendur Iceland efst á stroffinu...............kannski dulbý ég mig bara sem túrista um Versló
Var mætt í vinnu kl 15.30


Fréttir:
1.Við erum komnar með íbúð í borg óttans, Reynimelur, takk fyrir.
2. Ég er ekki enn komin með bíl
3. Hef ekki hugmynd umhvað ég ætla að gera um Versló,,,,,,ætla samt ekki að vinna...........er búin að vinna síðustu þrjár helvítins helgar. Veit þar af leiðandi ekki hvað helgarfrí er. (Stendur kannski smá og fellur með bílakaupunum)

föstudagur, júlí 15, 2005

Alls ekkert draugalegt

En hins vegar svoltið leiðinlegt að vera svona ein....................
Já ég er sem sagt á næturvakt...........alein á elliheimli......vona bara að enginn hrökkvi upp af. Og það eina sem er í sjónvarpinu er mynd um fólk sem fer í andaglas...................þið getið rétt ímyndað ykkur söguþráðin (hentar mér ekki alveg í augnablikinu)
Ég er orðin svo langt leidd að ég er farin að lesa mitt eigið blogg, mér til skemmtunar og hlægja af því...ha ha. Get enn hlegið að því að hommi hafi verið að reyna við Baldvin.............................................mér finnst það endalaust fyndið.......................en sennilega er orðin eitthvað biluð af svefngalsa

mánudagur, júlí 11, 2005

Kílómetramælir óskast

Já ég hleyp mikið í vinnunni, upp og niður stiga. Gaman væri að hafa kílómetramæli til að vita hvað ég hleyp marga kílómetra þarna, fram og til baka með diska, með fólk á klósett, lyfjarúnturinn o.s.frv.
Var að koma heim af vakt, líður eins og ég hafi staðið í marga sólarhringa

P.s. Húsavík er að breytast í þjófabæli..........kíkið á þetta:
www.blog.central.is/husavikurelsa

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Ferðarsaga

Guð hvað það var gaman á Humahátíð, Sigrún Heiða átti alveg stórleik, það var bara eins og við hefðum pantað okkar einka grínista........sérstaklega á laugardagskvöldið, hún var svo sæt í jakkanum hans Smára, vildi að ég gæti sýnt ykkur mynd.........:)
Það var bara allt að gerast á þessarri hátíð
.................sko við Hildur byrjuðum á að gera smá gæðaprófun á góssinu sem við urðum okkur útum á Egilstöðum við skriðurnar, rétt hjá Djúpavogi, það var of snemma, því þegar það voru enn um 30 km í Höfn var ég farin að óska þess að ég væri með þvaglegg.................mér finnst hreinlega að ég ætti að fá medalíu fyrir að halda í mér. Loksins komumst við til Hafnar, þar var fyrsta stopp á klóstinu á tjaldsvæðinu, síðan fórum við að tjalda. Eftir að hafa setið í tjaldinu að snakki ákváðum við að drífa okkur á barinn..........enda enn langt í það að Ásta, Baldvin og Sigurrós kæmu........(Baldvin fær stórt hrós fyrir að nenna að hanga með bara stelpum ALLA helgina, hann reyndi að vísu svoltið að fá okkur til að veiða menn.........en það gekk ekki, lítill áhugi fyrir því)
Loksins komust þau þarna að sunnan á leiðarenda, svona rétt um miðnætti, þau komu á barinn.......en fóru samt snemma að sofa, enda erfið ferð að baki. En ég Hildur og Sigrún tókum til við að grilla ásamt fylgifiskum, ég vil meina að í þetta skipti hafi hamborgari bjargað lífi mínu. Nógur var verkurinn daginn eftir.
Þegar við vöknuðum var komið sólskin svo við drifum okkur út í sólbað.....................og síðan sund. Aldrei áður hef ég komið í sundlaug þar sem ekki eru læstir skápar, ætli fólkið á Höfn sé svona voðalega heiðarlegt að ekki þurfi að læsa?????
Síðan fór ég og lagði mig en hin fóru á markaðinn, hátíðarsvæðið, og komu svo "heim" með grillkjöt.
Um kvöldið var svo alsherjar partýstemmning á tjaldsvæðinu, þar sem Sigrún Heiða átti stórleik.....það má eiginlega segja að hún sé orðin með æfðari hjólbörum í þingeyjarsýslum, hvort sem það er norður eða suður. Svo fórum við á hátíðarsvæðið til að missa ekki af brennunni sem var aflýst, sennilega vegna kulda, efast um að það sé hægt að kveikja eld í svona miklum kulda....svo var haldið á ball með hinni æðisgengnu dansiballhljómsveit Skítamóral..og síðan heim í tjald.
Ennnnnn þegar við vöknuðum um morgunnin var komin þessi ægilega rigning og rok..........tjaldið mitt er enn að þorna á lóðinni............og ég fer ekki ofan af því að tjaldsvæðið á Höfn sé byggt í mýri sem ekki hefur enn verið ræst fram, það mætti allavega halda miðað við allar tjarnirnar á því. Samt held ég það hafi veri hápunktur hátíðarinnar hafi verið að fá að taka saman og ná tjöldunum niður, ef frá er talin framistaða Sigrúnar (auðvitað)