laugardagur, febrúar 23, 2008

Ég lýsi eftir Erlingi

Já Erlingur minn ef þú ert einhverstaðar þarna úti þá lýsi ég eftir þér.

Ég þekki að vísu engann Erling, en fólk er alltaf að hringja til mín að spyrja eftir honum. Þetta er alveg plága, það er hundleiðinlegt að svara í símann og útskýra það að Erlingur sé ekki í þessu símanúmeri og hafi ekki verið síðastliðin 3-4 ár!

Ég er búin að reyna símaskránna, því miður eru svona 10 bls af Erlingum.



Kveiktuð þið á djókinu með málýskuna?

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Ég komst að því í dag...

...að ég tala málýsku. Hef meir'að segja annann orðaforða en aðrir í kringum mig. Þessi grunur hefur verið að læðast upp að mér síðastliðnar vikur, en varð alveg ljós í dag þegar konurnar í vinnunni hreinlega vissu ekki hvað ég var að tala um. Mér varð það á að nota orðið "blýpenni", það er víst norðlenska fyrir svo ljótt orð að ég varla get komið stöfum að því..."skrúfblýantur"...það er afskaplega ljótt orð.