sunnudagur, febrúar 27, 2005

Nýtt nýyrði

Hvað finnst ykkur um nýyrðið að þysja. Talað er um að þysja inn og út. Ég geri ráð fyrir að nafnorðið sé þá þys.

Hver veit hvað þysja er?

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ég kýldi síðustu síðurnar í gegn í þýðingunni í gærkveldi, þó á ég svoltið eftir í fíniseringum. Hver segir að ég eigi ekkert líf, sit yfir tölvunni á laugardagskveldi.............

laugardagur, febrúar 19, 2005

Fólk sem talar hátt

Ég verð að viðurkenna að fólk sem talar hátt fer virkilega í taugarnar á mér, fólk sem getur aldrei þagað fer að vísu líka í taugarnar á mér, en fólk sem gerir bæði er náttúrulega bara dauði og djöfull. Ég veit bara um eina manneskju sem gerir það og það vita nú allir hún þolir engan vegin að athylglin beinist að einhverju öðru en henni.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta fólk sem talar svona hátt sé eitthvað heyrnarlaust sjálft og haldi að við hin séum svoleiðis líka, ég verð að viðurkenna að ég hef oft verið komin langt inn í bakarí og samt heyrt það sem fólk er að segja frammi, er það ekki óþarfi þegar manneskjan sem þú talar við situr í 50 cm fjarlægð, svo er fólk hissa á því að það viti allir allt um alla í þessu skuði.
Og fólk sem getur aldrei þagað, hvað er að því? Er það hrætt við þögnina?

P.S. Nú getum við öll andað léttar því ekki verður lengur þörf á sílikondælingu til að gera barm sinn bústinn, það verður hægt að láta dæla í sig tilbúnum fitufrumum gerðum úr stofnfrumum, lífsgæðunum er misskipt, sumir djöflast í ræktinni til að losna við fitufrumurnar sínar og aðrir láta dæla í sig fitufrumum. (sjá linkinn)

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Helvítins beljan

Það kom kelling til mín í vinnunna í dag, sem afrekaði það að láta mér líka illa við sig áður en ég var búin að heilsa henni. (Að vísu hef ég afgreitt hana áður en.............) . Ég heyri að bjallan sem hringir þegar gengið er inn hringir þegar ég fer fyrir hornið hjá uppþvottavélinni, (um 5-6 m frá afgreiðslunni) ég skelli 2 diskum í (þess má geta að fólk heyrir það alveg að það hringir bjalla þegar það kemur inn) og sný við, rétt áður en ég kem fyrir hornið aftur er manneskjan farin að hringja "vantar afgreiðslu bjöllunni". Hvað er að?! Það líða kannski 10 sekúndur frá því að manneskjan gengur inn þar til hana er farið að "vanta afgreiðslu"!!!!!!!
Mér var skapi næst að troða bjöllunni ofan í kok á henni en hefndi mín stað þess með því að vera extra lengi að afgreiða hana, fyrst hún var að flýta sér svona voðalega........

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jú ég er orðin frekar löt að blogga. Það eru reyndar tvær ansi góðar ástæður fyrir því, sú fyrri er að Hermann bróðir minn þykist eiga þessa tölvu og hangir alltaf á öxlinni á mér ef ég voga mér að kíkja á netið, hin síðari er sú að það gerist aldrei neitt merkilegt í þessu skuði hérna. ( Mig grunar að fólk hafi voða lítinn áhuga á kjaftasögum frá Húsó og frásögnum mínum úr vinnunni, enda má ég nú kannski ekki tala um allt, reyndar get ég alveg upplýst að það er vel hugsanlegt að ég vinni með einni mest óþolandi manneskju á jarðríki, sama hvað ég reyni að láta manneskjuna ekki fara í taugarnar á mér, þá gerir hún það samt)

Annars er voðalega lítið fréttnæmt annað en það að ég er að fara í stutta heimsókn í borg bleytunnar í lok febrúar og að ég er að verða búin með þýðinguna mína, loksins, bara 4 bls eftir.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Andleysi

Ég þjáist af andleysi. Er að kafna af Húsavík og Húsvíkingum, hvernig getur fólk búið hérna allt árið um kring? Alltaf sama fólkið. Alltaf sama umræðuefnið. (Hvað eru hinir að gera? meir'að segja fólk sem það þekkir ekki neitt) Alltaf verið að velta sér upp úr því sama.

Ég er með bolluofnæmi. Skil ekkert í þessu fólki sem flykkist til mín og slafrar í sig rjómabollum í hálfa gjöf, veit það ekki hverskonar viðbjóður þetta er (veit að bakarinn er sammála mér). Sjálfsagt finnst manni allt viðbjóður sem maður sér 1000 stykki af á dag og drullast út um allt.
Svo er bara öskudagurinn eftir, hundruðir syngjandi barna (þá verð ég komin með barnaofnæmi), er að hugsa um að melda mig veika á öskudaginn því ekkert er verra upptjúlluð börn af sykuráti