sunnudagur, desember 16, 2007

Aumingja fólkið uppi !

Það getur ekki verið gaman að eiga börn, alla vegana ekki þessi sem búa með köttunum ofan við mig.

Ég rumskaði við það í nótt, kl.03:xx að það voru greinilega gestir í glasi hérna á efri-hæðinni. Ég hugsaði þeim þegjandi þörfina og breiddi koddann yfir hausinn.
Kl 07:xx vaknaði ég við börnin, þá voru þau komin af stað, syngjandi.

Það er nú bara ekki í lagi með þetta lið. Annað hvort vaknar maður við ryksuguna fyrir 8 um helgar, ef ekki, þá vaknar maður við börnin syngjandi, t.d. Maístjörnuna.

Engin ummæli: