miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Jæja þá er gamanið búið, ja svona næstum því

Því að ég á að fara á fund með deildinni minni, sem samanstendur af tveimur öðrum manneskjum núna á föstudagsmorguninn kl 10, úff hvað það verður erfitt að vera komin eitthvað kl 10, ég get verið vöknuð, ekkert mál, en að mæta einhverstaðar fyrir 10 gæti orðið erfitt.

Ekki má gleyma að mér er boðið í partý í Hljómskálann um helgina

Það er samt fullt á döfunni, þar sem hún Aude mín ætlar að fara koma í heimsókn á mánudaginn og vera í heila 9 daga. Er að pæla að fara með hana smá á suðurlandið, Borgarfjörðinn og kannski Snæfellsnesið, voða gaman. Síðan er náttúrulega Menningarnótt, sem ég hef aldrei prófað fyrr, hef alltaf verið fyrir norðan eða að vinna, eða jafnvel bæði..... Síðan, síðan, síðan.... byrjar bara skólinn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æji... er í sama pakkanum og tú... skil ekkert hvad allt er fljótt ad lída... vona ad tú skemmtir tér vel med vinkonu tinni... vonum ad veturinn verdi jafn fljótur ad lída og sumarid... heyrumst !! kv hilda

Svan sagði...

Já heyrumst:)

Það er haustfrí 18 til 21 október.....er frænknahelgin ekki þá?