mánudagur, júní 21, 2004

Helvítins GLÆPAMENN

Jæja nú eru bara 2 próf eftir. Español coloquial búið, sem var reyndar bara algert djók, en jæja það er búið og núna á ég að fara í annað próf á morgunn.Í gærkvöldi kom svo leigusalinn okkar og sagði okkur að það væri að koma nýtt fólk í íbúðina á laugardaginn, já hann er búinn að leigja undan okkur íbúðina, takk fyrir það!!!! Og við erum öll með samning til 30.júni og ein meirað segja til 15.júli. Hvað á þetta að þýða eiginlega????? Hann reyndar bauð okkur aðra íbúð, á öðrum stað, ekki svo langt í burtu. Hann vissi alveg að við ætluðum að vera eitthvað fram í Júlí, og var meirað segja búinn að segja okkur að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við gætum alveg haft þetta eins og við vildum..............já takk.En við erum alveg búin að ákveða það að við ætlum ekki að flytja þangað sem hann vill að við förum. Við höfum ekki áhuga að vera borga þessum mönnum leigu, fyrst þeir koma svona framm. Afhverju þurfum við að taka saman tveim vikum fyrr? Afhverju getum við ekki bara fengið að vera heima hjá okkur? Og þetta lið farið í þessa íbúð þarna???? Hvað á það annars að þýða að mæta bara á sunnudagskvöldi og segja okkur að við þurfum að vera farin út fyrir laugardag????

Engin ummæli: