föstudagur, apríl 21, 2006

Hræddur flýr þó enginn elti

Það var nú málshátturinn í egginu þetta árið, held að ég hafi fengið vitlaust egg....
Annars fékk ég nú reyndar tvö......þið getið ekki ímyndað ykkur hvað móður minni þóttu það athyglisverðar upplýsingar.......og varð fyrir miklum vonbrygðum þegar hún heyrði að vinnan hefði gefið mér það....

Annars er lítið í fréttum, nema það að ég held að það sé verið að stokkera mig. Siðast liðnar tvær vikur er ég búin að vera að fá dularfull sms úr óþekktu númeri......og eitt af netinu, sem reynar vakti spurningar af minni hálfu....."ég er bara strax farinn að sakna þín, sjáumst þegar þú kemur aftur......" (Kem aftur hvert?)( sent fyrir 11 að morgni til, laugardaginn 10.apríl), síðan hafa þetta nú bara verið gleðilega páska og gleðilegt sumar sms. Ef einhver með óskráð vodafone-númer hefur verið að senda mér skilaboð er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hætta, eða gefa sig fram...þetta er farið að vera frekar óþægilegt!!!!