föstudagur, júlí 16, 2004

Leti og aftur LETI

Úff það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég bara hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Já ég er komin aftur til Íslands. Það var svoltið annað að koma núna til landsins en þegar ég kom frá Hondúras þarna um árið, enda var það í Febrúar og um fimmtíu gráðu hitamismunur. En núna var þetta bara allt í lagi, ég var eiginlega bara dauðfegin að lenda á Keflavíkurflugvelli í alskýjuðu, rigningarúða, þótt ekki hafi verið laust við það að glamrað hafi í tönnunnum á mér. Eftir flugið mitt fór ég nú samt að velta einu fyrir mér(reyndar í annað skiptið á ævinni), enda nógur tími (45 mínútur í rútu).Mér finnst alveg merkilegt hvað gamalt fólk getur verið dónalegt. Ég er alltaf að reka mig á það að þetta fólk bara veður yfir allt og alla eins og það eigi allann heiminn.(Auðvitað eru til undantekningar). Ég byrjaði fyrst að velta þessu fyrir mér þegar ég fór í flug í Alicante um jólin. Þarna var ég að standa í röð, og búin að bíða þó nokkuð lengi og svo kom bara eitthvað gamallt pakk og tróð sér fram fyrir mig og endaði á að reka mig aftur fyrir röðina þegar ég sagðist nú hafa verið þarna undan. Kannski er þetta bara gamla fólkið í Alicante sem að lætur svona, heldur að það eigi rétt á að vera fyrst í röðinni bara af því bara eða af því að það býr þarna.(við erum ekki að tala um að þetta fólk sé eitthvað á dánarbeðinu eða sé örkumla)Á miðvikudaginn í síðustu viku þurfti ég svo aftur að taka flug frá Alicante. Ég ásamt allnokkrum fjölskyldum á leið heim úr sumarleyfinu vorum búin að bíða í hátt upp undir klukkutíma í röð fyrir framan innritunina þegar birtist maður á áttræðisaldri og treður sér framm fyrir alla röðina bara rétt sí svona eins og hann ætti allann heimin og benti okkur á að hann væri nú búinn að fara þrjátíu sinnum og það ættu að vera þrjár raðir. En af hverju skildi hann eiga að vera fyrstur í einni röðinni þegar það voru margir sem voru búnir að bíða miklu lengur? Enda voru það nokkrir sem kurteysislega bentu honum á þetta, aumingja konan hans var komin út í horn, dauðskammaðist sín örugglega fyrir hann. Það var samt ein kona í hópnum sem lét hann ekki vaða yfir sig og reifst við hann, aumingja spanjólarnir í afgreiðslunni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og ég skammaðist mín bara mest fyrir að vera íslendingur og stödd á þessum stað.

Engin ummæli: