mánudagur, júlí 26, 2004

Jú jú ég er á lífi

Púff nú er orðið svoltið síðan ég bloggaði síðast, ja einir 2-3 dagar en jæja, er svosem ekki búin að vera gera neitt, bara leita af vinnu og taka til eftir bræður mína, sem síðan kvörtuðu yfir því að það væri ekki farið inn í herbergi hjá þeim, óhreinu fötin sótt og svo dúkkuðu þau bara upp hrein í fataskápnum, einnig  kvörtuðu þeir yfir því að diskarnir færu ekki sjálfir í uppþvottavélina. (síðan hvernær hafa þeir gert það!?)
Nú ekki hefur mikið markvert gerst þessa dagana nema það að foreldrar mínir eru komnir heim úr Danaveldi og höfðu talsvert góss með sér og í dag fór ég með Hóffý og Grétari Þór að gefa öndunum, það var fínt og endurnar mjög gráðugar þótt ég sé svona nokkuð viss um að Grétar hafi nú lítið verið að gefa öndunum að sínu brauði, heldur hafi hann mestmegnis verið að japla á því sjálfur, eins og börn gera einmitt oft.


Engin ummæli: