Ég var að vinna á Dropanum um helgina....tað eru alltaf sögur eftir Dropahelgar, reyndar líka aðrar helgar en tad er annað mjálm. Nema hvað að tessa helgina virtust öll spjót beinast að hjúskaparstöðu minni....Ég lendi í samtali við eina 97 ára sem finnst alveg upplagt að ráðleggja mér í leit minni að eiginmanni, hann átti að vera svona og hinseginn, ekki drekka of mikið, nenna að vinna, útí að vera laghentur og snyrtilegur, síðan var henni mjög umhugað að ég ætti frystikistu til að geyma hluti í (kannski eiginmanninn tegar hann verður orðinn of leiðinlegur) :) Tess má geta að sú 97 ára hefur ekki enn orðið ágengt í leit sinni að eiginmanni (tannig að ef einhver er spenntur fyrir einni 97 ára í hjólastól tá....bara djók). Tað er alveg spurning hvort ég eigi ekki að spurja tessar sem eru tví- og trígiftar. (ekki tað að ég hafi beðið um tessar ráðleggingar)
Síðan var ég að vinna með einni frá Filipseyjum sem vildi endilega ráðleggja mér að fara nú eignast börn, tað væri nú ekki seinna vænna. Hún væri nú orðin 51 árs og nú væri búið að taka eggjastokkana hennar svo ekki myndi hún fara að eignast börn, ég ætti nú endilega að eignast bara eitt....tað virtist ekki skipta neinu máli tótt ég væri 26 ára og ætti engann kærasta.......Tannig að ég sagði henni bara að ég myndi fara út um næstu helgi og redda tessu :) (hvernig öðruvísi getur maður svarað )