Hvað er með fólk í Reykjavík, skammast það sín ekkert fyrir að fara útúr bílnum sínum þegar honum er svo illa lagt næstu bílar komast hvorki lönd né strönd. Er það ekki kennt í ökuskólum Reykjavíkurborgar að maður eigi ekki að leggja nema þar sem maður er ekki fyrir öðrum. Ég hata súsúkkí bifreið sem einn nágranna minna á , (þ.e. ég hata einn nágranna minna)Hversu oft hef ég verið að koma heim af kvöldvakt og lagt fyrir aftan ameríkanann af 4 hæðinni, og vaknað síðan á morgunnvakt og verið innikróuð af ameríkananum og súsúkkí jeppanum sem hefur lagt svoleiðis í skottinu á mér að 10 mínútur tekur að smokra sér útúr stæðinu. Hversu oft hefur mér ekki dottið í hug að setja í bakkgír og setja allt í botn (en sennilega myndi ég tapa meir á því en hann) eða sækja eldhúshníf inn og stinga á dekkin hjá honum ( sem betur fer hef ég alltaf verið að verða of sein í vinnuna þegar ég hef komist útúr þessu stæði) Núna er ég búin að læra að leggja ekki þarna nema hafa mjög gott bil á milli mín og ameríkanans.
Um daginn var ég síðan að koma úr vinnunni og þá var búið að leggja bíl á milli tveggja raða innst á bílastæðinu í vinnunni............auðvitað þurfti að vera jeppi við hliðina á mér og hár steypukantur hinumeginn..........aðrar 10 mín þurfti til að komast út.
Daginn eftir kom kona og lagði svo skakkt í bílastæðið við hliðina á mér að varla hægt var að komast út úr mínu bílastæði, síðan var hún svo illa inn í bílastæðinu að hún var eiginleg hálf úti á götu. Það virtist ekki hafa nein áhrif þótt ég sendi henni illt augnaráð þegar ég gekk inn í minn bíl
mánudagur, febrúar 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli