Já, hvað skal gera þegar X sendir manni sms og óskar manni gleðilegs Valentínusardags? Aumingja X tekur á taugarnar þessa dagana, jafnvel meira en oft áður. X finnur það á sér þegar ég er að fara út að skemmta mér. X finnur það á sér ef mér er sýndur áhugi. X uppástendur að koma í heimsókn daginn eftir að ég hef verið úti að skemmta mér, þótt heilsa mín bjóði ekki uppá það. (Til hvers? -þefa uppi hugsanlega næturgesti?) Og hangir í yfir 2 tíma!!!! Á meðan dotta ég við eldhúsborðið.
Það er liðið á annað ár síðan......
Hvernig svarar maður?
Yes people I took the high-road!!! og svaraði "Takk, hann verður það"(þ.e.Valentínusardagurinn)Bara af einskjærum kvikindisskap, jafnvel þótt ég sæti og horfði á sjónvarpið með mömmu minni.