laugardagur, apríl 09, 2005

Æji ég passa ekki

Vitiði ég er ekki alveg að höndla líf mitt þessa stundina. Mér finnst ég ekki alveg passa inn í það. Er að koxa á vinnunni, finnst flestallir staðnaðir í kringum mig o.s.frv. Og svo á ég að mæta og syngja í fimmtugsafmæli í kvöld...............................hjá einum kórmeðliminum.....þannig að þetta er eiginlega partý, sem ég mun sennilega ekki passa inn í. Við erum að tala um elsti kórmeðlimurinn er gamli dönskukennarinn minn, hann er kominn á ellilífeyri.
Já ég er hreinlega ekki að höndla þetta líf, djöfull hlakka ég til að komast héðan í haust.

Engin ummæli: