þriðjudagur, september 27, 2005

Tíminn flýgur

Já þetta er sveimér satt, ef verið er að tala um einn kennarann minn.
Hún er ótrúleg í að teygja lopann, ef svo má að orði komast, það er ótrúleg tímaeyðsla í hennar tímum. 1. Hún kemur alltaf um 10mín of seint, 2. Hún setur okkur eitthvað fyrir tímann, sem við eigum síðan að bera saman 2 og 2 í tímum og síðan fer hún yfir. 3. hún þarf alltaf að hafa svoooo mörg orð um sama hlutinn. 4. hún er alltaf rosa hissa þegar tíminn er búinn og hún ekki búin að gera helminginn af því sem hún ætlaði sér
Fyrir utan það að hún kemur alltaf of seint og kennir svo allar frímínutur ef færi gefst...... pirrandi

Vá! sjáiði hvað ég er duglega, bara 2 blogg á 2 dögum!!!