sunnudagur, ágúst 21, 2005

éggetsvosvariðþað

Þegar ég sá þetta hér datt mér í hug þegar við Marta urðum vitni af bekkjarmóti '56 eða '57 árgangsins núna í vor. Sem sagt mest allt svona venjulegt fólk að nálgast fimmtugt, nema einn, sem var greinilega gæinn í hópnum, búinn að eyða svona sirka 5000 klst í ljósum, ennfleiri í ræktinni (enda er maðurinn íslandsmeistari í fitness í elstaflokki), með kolsvart hár og hökutopp í stíl.(Hver leggur eiginlega á sig að lita á sér skeggið?) Maðurinn minnti mig óneitanlega svoltið á Heimsferða Ingólf. Það versta við þetta allt saman var fullvissa mannsins um æðilslegleika sinn. éggetsvosvariðþað, ég vissi ekki hvort ég ætti að forða mér, æla eða bara hvort tveggja. Ég fyllist að vísu alltaf svona ógeði þegar ég sé svona gamla kalla sem halda að þeir séu guðs gjöf til kvenna.

Og þarna rúllaði liðið ofurölvi, og ég edrú að fylgjast með þeim, full ógeðs. Og hvað eftir annað skaut hugtakið "Gráifiðringurinn" upp kollinum í hugskoti mínu.
En sitt sýnist hverjum. Haldiði ekki að ein bekkjarsystir mannsins rjúki ekki á hann og segi "Ó, X þú ert svo sætur!!!" (!!!!?) éggetsvosvariðþað að ég hélt ég yrði ekki eldri við að halda niðri í mér hlátrinum, éggetsvosvarið það að ég var næstum köfnuð. Konan var augljóslega blind! Eða þessi þykku gleraugu hennar að minnsta kosti alþakin móðu. Svo hófst viðreynslan, konan ætlaði hreinlega að éta manninn sem var svona æðilegur, hann virtist að vísu ekki til í tuskið. Svo bættust fleiri bekkjarsystur í hópinn og hreinlega héldu ekki vatni yfir honum.