Í vinnunni minni eru konur sem eru búnar að vinna þarna í 170 ár, þ.e þrefaldann líftíma sinn. Málið er að þær vilja að hlutirnir séu gerðir á ákveðinn hátt, því miður er ég með sjálfsbjargarviðleitni og þær ekki með umburðarlyndi, því vilja oft koma upp ansi fáránlegar aðstæður þegar ég held mig vera að redda málunum ( sem er oftast ekki eins og hlutunum ætti að redda, en skiptir nákvæmlega engu máli).
Ég var ekki búin að vinna þarna lengi þegar ég varð vör við þetta. Það er skiptið þegar ég RAÐAÐI VITLAUST Á KVÖLDVERÐARHLAÐBORÐIÐ. Held ég hafi svissað ávöxtunum og dótinu til að setja ofan á brauð..... ekkert stórvægilegt en það þurfti að breyta því.
Einu sinni þurftum við tvær afleysingastúlkur að redda okkur í eldhúsinu einn dag, hvorug okkar hafði hugmynd um hvað nákvæmlega við ættum að gera þarna...........en það reddaðist............bara ekki alveg eins og það hefði átt að reddast. Ég hafði þrifið vagninn sem heldur matnum heitum í hádeiginu vitlaust................ég hleypti vatninu niður af honum en vissi bara ekki að ég ætti að setja vatn í hann aftur.
Daginn eftir var ég að setja rúllur í konu frammi á gangi þegar ég heyri bergmála úr eldhúsinu "hverjir voru eiginlega í eldhúsinu í gær?" (grófleg þýð. "Hvaða HÁLFVITAR voru í eldhúsinu í gær??!") Þá hafði mín ekki sett vatnið í eins og ég átti að gera .......OG! í fáfræði minni sett skálar ofan í vagninn!!!!
í stað þess að telja alla hlutina upp ætla ég bara að segja frá þeim síðasta......það var glórulaust
Í gærmorgunn þegar ég var að klára nætur vaktina mína komst ég að því að trefjamaukið var búið (trefjamauk. e-h sem fólki er gefið til að fyrirbyggja hægðatregðu). Auðvita brá ég mér út í eldhús og bað þau að redda mér, ekki vildi ég hafa það að samviskunni að einhver fengi hægðategðu. Virðist ekki mikið mál.
Þegar konan i eldhúsinu kom i vinnunna sagði ég henni að trefjamaukið væri búið en ég væri búin að biðja þau í eldhúsinu að redda þessu....og auðvitað bjóst ég við klappi á bakið, en nei! í stað þess sagði hún mér að ég ætti ekkert að vera standa í svona veseni þegar ég væri á næturvakt og hringdi svo í eldhúsið og afpantaði trefjamaukið sem ég hafði pantað.
Það er alltaf spurning um að vera ekki of lengi í sömu vinnunni, serstaklega ef þú ert í svona vinnu.