mánudagur, ágúst 01, 2005

Golf var það heillin

Ha ha..............talandi um að vera óglögg á bíla................ég var búin að rúnta allaleið til Egilsstaða á nýja bílnum áður en ég gerði mér grein fyrir að hann væri golf en ekki polo.................þarmeð er það leiðrétt.

Já minns var í sumarbústað með "gamla settinu" og Hemma litla, sem er ekki svo lítill lengur. Svo komu Tóta, Bjarni og Brynhildur og gistu eina nótt. Ég fór einmitt með Hemma og Brynku á rúntinn í fyrradag, fórum á Egilsstaði og síðan á Hallormstað...........Brynhildur sat í aftursætinu í krampakasti, allann tímann!!!! svona erum við systkinin skemmtileg...................eða kannski var það bara vegna þess að ég var að dóla mér.......á svona 80-100 km hraða, því hefur hún aldrei vanist.................bræður hennar eru nú bölvaðir ökuníðingar.
Þrennt stendur uppúr í þessarri ferð
1) Við keyrðum c.a 40 km langt þvottabretti (er að hugsa um að senda samgönguráðherra kvörtunarbréf)..........það var ekki gaman
2)Saga sem mamma var að segja af Hemma litla þegar hann var lítill. Hér kemur hún:
Einu sinni var hemmi í afmæli, c.a. 1-2 ára gamall, þegar spurt var "Hver er Völsungur??" öll börnin í veislunni svöruðu "Ég ég!", ekki hemmi, hann svaraði "Ekki ég, ég er mömmustubbur!"
3)Pabbi spilasvinlari svindlaði á litla barninu, sem er ekki svo lítið lengur í gæsaspilinu.................ekki enn vaxinn upp úr því karlinn.................hann svindlað líka á mér þegar ég var lítil, og þá meina ég lítil, c.a. 4 ára

Kveðja Svanlaug 25 ára