Ég eiginlega sprakk úr hlátri þegar það kom í fréttum að líkið af henni Sri hefði fundist í morgunn. Ekki það að mér finnist eitthvað skemmtilegt við það að fyrrverandi sambýlismaður hennar hefði tekið sig til og stútað henni, heldur vorum við Helgi bróðir búin að tala um það í gærkvöldi að það væri nú svoltið fyndið ef henni hefði svo ekkert verið hent í sjóinn, og það var einmitt það sem gerðist. Hún Sri fannst bara í gjótu við Hafnarfjörð og björgunarsveitirnar búnar að sitja yfir einhverju rekaldi í tvo daga, það hlýtur að vera svekkjandi fyrir þá.
Það er samt eitt sem ég hef velt svoltið fyrir mér í þessu máli.
Hvar fær maður drappaða sænska póstpoka? Er ég að missa af einhverju? Er þetta til á öllum heimilum nema mínu? Er þetta eitthvað svipað og með bláu fótanuddtækin um árið? (sem reyndar myndi skýra það afhverju það er ekki til drappaður sænskur póstpoki heima hjá mér, það hefur heldur aldrei verið til fótanuddtæki, hvorki blátt né öðruvísi) Hvar nær maður í drappaðan sænskann póstpoka (sem ég gat nú ekki betur séð en að væri grár í sjónvarpinu)?
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehehehe... ekki veit ég hvar þú færð þessa sænsku póst-poka !! ég man ekki einu sinnu hvort þeir voru seldir þegar ég átti heima í Svíþjóð hérna í "gamla" daga
Vallý
Skrifa ummæli