Jæja þá er ég loksins búin að lækna Tómas (vona ég) og án þess að fara með hann til tölvulæknis. En ég á ekki allann heiðurinn af þessu sjálf, því hún Hóffý frænka mín sendi mér meil um hvað ég ætti að gera.Takk Hóffý!!!Annars er voða lítið að frétta af mér, því stór hluti tíma míns síðustu dagana hefur einmitt farið í að hjúkra honum Tómasi. Hey jú við horfðum á vídjó hérna í gærkveldi. Á alveg frábæra mynd sem heitir A Guy Thing (Cosas de Tíos), ég reyndar geri mér ekki alveg grein fyrir hvort hún var svo frábær enda var ég búin að horfa á 180 mínútna japanska mynd, sem mér fannst ekkert spes, þið vitið svona mynd sem lætur ykkur óska þess að þið væruð hjá tannlækninum. En í A Guys Thing voru nokkur góð atriði, þ.e. ef ykkur finnst gaman að hlægja af óheppni annarra (ég hlæ líka af minni eigin svo.......). Myndin byrjar sem sagt á því að gæinn sem myndin er um verður fyrir því óláni að sofa hjá bláókunnugri dansmey úr steggjarpartýinu SÍNU. Daginn eftir vaknar drengurinn við það að síminn hringir, tengdamamma i símanum og eins og það sé ekki nógu slæmt þá uppgötvar hann að það er stelpa í rúminu hans, sem hann hefur ekki hugmynd um hvað heitir og kærastan á leiðinni heim til hans, nú eru góð ráð dýr og aumingja dansmeynni sparkað út. Enn sá dóni. Ég er samt búin að velta fyrir mér, “hversu drukkinn þarftu að hafa verið til þess að það komi þér á óvart að það sé einhver uppí rúmi hjá þér þegar þú vaknar ?” -“og ef þú ert ekki heima hjá þér veistu þá nokkuð hvar þú ert?” Maður hefur alveg heyrt af því að fólk í Reykjavík hafi hringt í neyðarlínuna bara afþví að það vissi ekki hvar það var og langaði til að panta sér leigubíl og langaði ekki að vekja aðillann sem átti heima þarna (þvílíkt neyðartilvik). Það hlýtur að vera óþægilegt að vakna svona. Ég hélt samt að fólk gæti aldrei orðið svo drukkið að það myndi alls ekki neitt. Ég hef alltaf haldið að þeir sem halda því fram að muna ekki neitt væru bara ýkja, að þeir vildu bara ekki muna. (en kannski ætti ég ekki að taka bíómyndir svona alvarlega) Reyndar hefur mér líka fundist að það væri léleg afsökun að segjast hafa verið full/ur þegar þú hefur gert einhverja gloríu, yfirleitt gerir fólk sér grein fyrir því að þetta miður gáfulega sem þeir eru að gera er ekki alveg það sem þeir ættu að vera að gera en því miður er þeim bara alveg sama. (guð, ég ætla að vona að einhver skilji þessa setningu)
föstudagur, maí 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli