þriðjudagur, maí 18, 2004

gaman hjá löggunni

Það er alltaf svo gaman þegar ég les fréttirnar um það sem gerist á nóttunni og um helgar í Reykjavík, það er náttúrulega mjög gott að hlutirnir skuli ekki vera verri en þeir eru en oft óska ég þess helst að ég hefði verið á staðnum þegar hlutirnir gerðust, því sumt hljómar bara þannig að löggan hafi ekkert betra að gera og að þær séu of margar á vakt. Eftirfarandi tók ég úr Mogganum.
Lögreglan í Reykjavík fékk óvenjulega beiðni frá húsi í Tryggvagötu síðdegis í gær þegar óskað var aðstoðar við að koma önd ásamt 10 ungum út úr húsinu en öndin höfði gert þarna innrás ásamt afkvæmum sínum. Lögregla segir að fuglunum hafi verið komið í tjörn á Seltjanarnesi. (Hvað má ekki einu sinni koma í heimsókn?)Aðfaranótt laugardags sáu lögreglumenn að bifreið hafði verið ekið á girðingu á Breiðholtsbraut móts við Select. Ökumaður bakkaði bifreiðinni og var að aka af stað þegar lögreglumennina bar að. Bifreiðin og girðingin eru mikið skemmdar en ekki varð slys á mönnum. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.(Bara grunaður???)Síðdegis á laugardag varð árekstur tveggja bifreiða á Norðurfelli. Farþegi úr annarri bifreiðinni fann til eymsla og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið (Breiðholt aftur.)Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í geymslu í Breiðholti. Þar var stolið miklum fjölda af myndbandsspólum og DVD diskum. (sagði einhver Breiðholt)Kona tilkynnti að átta ára dóttir hennar hafi verið að koma heim og sagt sér að vinkona hennar, sem er einnig átta ára, hafi verið að leika sér með skotvopn föður síns. Rætt var við eiganda skotvopnsins og var honum gert að ganga frá byssunni á viðeigandi hátt. (enginn handtekinn)Á föstudagskvöld var tilkynnt um að kviknað hafi í steikarpotti með feiti í íbúð í Hólahverfi. Þar hafði olía í potti ofhitnað og kviknað í. Húsráðandi reyndi að slökkva með eldvarnarteppi en það kviknaði líka í því. Þá dældi hann úr slökkvitæki og slökkti eldinn en tækið stóð á sér og hvítt duft fór um alla íbúð. (einn með eldvarnirnar á hreinu)Aðfaranótt laugardags var maður fluttur á slysadeild frá veitingahúsi en hann hafði verið þar í slagsmálum og þurfti að sauma tvo skurði á höfði hans. (ekki einu sinni hægt að fara út að borða með suma)Einnig var óskað aðstoðar að verslun í Breiðholti vegna slagsmála. Tveir menn höfðu verið barðir þar en árásarmennirnir voru farnir af staðnum(....breiðholt.......)Óskað var aðstoðar lögreglu að verslun við Bústaðaveg á laugardagsmorgun. Þar var maður á nærbuxunum að þvælast inni í versluninni. Hann var áberandi ölvaður og neitaði svo að gefa upp nafn og heimilisfang. Hann var vistaður í fangageymslu. (fundust fötin hans??)Þá tilkynntu húsráðendur í vesturbænum að það hafi verið ókunnur maður sofandi í sófa í stofunni þegar þau vöknuðu. Í ljós kom að maðurinn hafði komið inn um svalahurð og lagst til svefns en hann mundi lítið eftir nóttunni og fékk að fara sína leið. (kannski ekki mikið að muna)Á laugardagskvöld var tilkynnt um mann uppi á þaki Verslunarskólans. Rætt var við manninn sem var á þakinu og fór hann niður að beiðni lögreglu. (þvílíkur hasar)Maður viðurkenndi að hafa girt niður um sig við Stjórnarráðið og var sleppt eftir viðtal við lögreglu. (Bíddu fór hann á löggustöðina og játaði???)Maður sveiflaði keðju í kringum sig við Stjórnarráðið, hann sagðist hafa tekið keðjuna á Laugavegi. Keðjan var tekin af manninum (hvar er hasarinn?? og hvað er málið með stjórnarráðið??? er verið að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu eða hvað???)Á sunnudagskvöld var tilkynnt um mann sem lægi hreyfingarlaus í garði við Ingólfsstræti. Hann hafði verið að klifra á vegg og dottið niður. Hann var talinn eitthvað lemstraður en ekki alvarlega og var fluttur á slysadeild til skoðunar.(æi greyið,ætli hann hafi verið í glasi??)Hvað er þetta lið að bardúsa í Breiðholti, það er greinilega stórhættulegt að búa þar.

Engin ummæli: