mánudagur, maí 10, 2004

Hróp-köll-vankantar og annað skemmtilegt

Það var erfitt að sofna í gærkvöldi. Það virtist allt á ætla á annann endann. Öskur, hróp, köll, söngur og bílflaut langt fram eftir nótt, og ég sofnaði ekki fyrr en um fimm. Ástæðan fyrir þessum ólátum var jú fótbolti. (auðvitað) Já í ljós kom í gærkvöldi að Valencia væri búin að vinna spænskudeildina og þó skilst mér að enn séu ekki allir leikir búnir. Í dag er þessi sigur í öllum blöðum og er aðalhetja liðsins höfð á mörgum forsíðum, greyið er mjög óheppinn í útliti, já fríður er hann ekki, gæti vel ímyndað mér að hann væri litli bróðir Gerald Dupardieu (eða hvernig sem það er nú skrifað), nefið er svona 5 númerum of stórt. En hvers eiga saklausir lesendur dagblaðana að gjalda, það hefði nú verið hægt að setja einhvern annann úr liðinu á forsíðuna, t.d. markmanninn, ég gat ekki betur séð að hann væri minna útlitsgallaður en sá þessi hetja þarna (það hefði alla vega mátt rugla yfir nefið á honum Mista greyinu). Er mikið að pæla að senda þessarri aðalhetju Valencialiðsins hauspoka. Ég er búin að leita af mynd af gripnum á netinu en fann enga (enda sennilega góð og gild ástæða fyrir því), þið getið bara leitað sjálf ef ykkur langar til að skoða gripinn. Núna er ég farin að hljóma eins og Barbara (talandi um ljótleika annarra) svo mér finnst rétt að geta þess að ég geri mér fyllilega grein fyrir vanköntum sjálfrar mín (ef einhver hefur eitthvað fleira um það að segja, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að halda því fyrir sig) og tel að ég sjálf sé langt frá því að vera topp eintak.Og enn halda lætin áfram og ef mér skeikar ekki þá sýndist mér fólk enn vera að fagna í dag (Verð að viðurkenna að ég hef engann skilning á þessu), það er allt fullt í kringum völlinn og á helstu torgum Valencia, og má þar helst telja fólk sveiflandi treflum og fánum í fögnuði sínum (reyndar sá ég þetta í sjónvarpinu) og þá síðast átti að leiða liðið til messu (til að þakka Guði sigurinn, býst ég við (þótt ég efist um að Guð hafi nokkurn áhuga á fótbolta eða sé eitthvað með fingurna í þeim málum, enda sjálfsagt nóg að gera hjá henni)).

Engin ummæli: