miðvikudagur, maí 05, 2004

Með orma

Nú eru góð ráð dýr! Tómas (tölvan mín, skírð í höfuðið á 17 ára gömlum Galant) er með orma, ég get svo svarið það þetta er eins og að eiga gæludýr, bara ögn dýrara, og ég sem uppfærði vírusvörnina áður en ég fór í fríið. Verst að ég get ekki farið með Tómas til dýralæknis, tölvulæknarnir eru ögn dýrara spaug. Ég man þegar ég fór með Jón Sófus til að láta geld’ann þá kostaði það bara 3500 krónur en mig grunar að tölvulæknarnir taki aðeins meira fyrir að gefa Tómasi ormalyfin sín. Satt að segja veit ég ekki alveg hvað ég á að gera. Ég get ekki verið meira en 5 mínútur á netinu í einu, sem þýðir að ég get ekki fundið eitthvað til að redda greyið Tómasi. Mér skilst að hann Tómas hafi fengið einhvern Sasserorm, hvað á ég að gera?? Helgi? HJÁLP!!!!En nóg um það, við Barbara erum að flippa á frökkunum. Við erum báðar sammála um það að þau séu dónar. Núna í kvöld buðu þau fólki í mat til sín (sem oftar) og við sátum í stofunni og þau buðu okkur ekki einu sinni að setjast við borðið hjá sér, rétt eins og við værum ekki þarna. Okkur finnst reyndar að þau ættu alla vega að láta okkur vita þegar fólk er að koma í mat, við búum hérna líka. Við höfum alltaf látið þau vita ef við höfum verið að bjóða fólki heim, ef ske kynni að þau hefðu eitthvað á móti því, svo við séum nú ekki alveg að VAÐA yfir þau. Og eitt enn, þau halda áfram að stela áfenginu okkar, mér skilst að það hafi verið eitthvað fólk hjá þeim á laugardagskvöldið, en málið er ekki að þau megi ekki fá lánaða hluti en það má alla vega segja manni frá því eða jafnvel kaupa handa okkur eitthvað í staðinn. Þetta er alls ekki neitt sérstaklega dýrt vín, bara eplasnaffs sem við drekkum rosa oft þegar við förum út, en þetta er bara alls ekkert í fyrsta skipti sem þau taka eitthvað svona án leyfis. Það er kannski spurning um að ég fari að segja eitthvað við þau áður en ég missi mig.En ein spurning finnst ykkur ekki dónaskapur að bjóða fólki í mat og bjóða ekki fólkinu sem býr með þér? Við búum hérna líka. Og stela svo víninu okkar og bjóða gestunum (vínið hvarf reyndar þegar við vorum í burtu)? (plís hafiði skoðun)

Engin ummæli: