miðvikudagur, maí 19, 2004

GSM-slys

Það eru ýmiss áföllin sem gsm-símar geta orðið fyrir eða þ.e. sumir gsm-símar eru óheppnari en aðrir með eigendur. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki sú að ég sé einhver sértaklegur símaböðull (enda hef ég bara átt 2 stykki) heldur er það að hún Jóna vinkona mín varð fyrir því óhappi að missa símann sinn ánna Thames, þetta var reyndar algert slys og reyndar alls ekki henni að kenna. (Það er hægt að lesa meira um þetta mál á heimasíðunni hennar) En það reyndar er ekkert venjulegt í hverju gsm-símar geta lent í. Þetta er reyndar ekki fyrsti síminn sem hún Jóna drekkir, mig minnir að hún hafi drekkt öðrum í Pepsi-maxi fyrir svona ári síðan. En Jóna er alls ekkert sú versta í að drekkja símum, ég held nefnilega að nafnbótin “símaböðull dauðans” verði að fara til ákveðinnar stúlku í Baunalandi, hverrar (cuyo) nafn skal ekki nefnt hér að svo stöddu. En ég verð nú að segja að símar þessarrar stúlku eru mun heppnari en símarnir hennar Jónu því þeir fengu þá alla vegana að drukkna í rauðvíni og bjór (ef ég man rétt). En þessi baunlenska hefur einmitt verið þekkt fyrir að geta ekki átt síma því þeir fyllast allir skyndilegu þunglyndi og reyna ýmisskonar sjálfsmorð.En bara svo ég sé ekki bara að gera grín af öðrum þá verð ég að lýsa mig seka um að hafa drekkt einu stykki. Þannig var mál með vextu að í fyrrasumar kom ég heim úr vinnunni og var í síðri peysu og með símann í vasanum. Þegar ég kom inn úr dyrunum mátti ég gjöra svo vel að hlaupa á klóstið, enda alveg að pissa á mig (eða í mig eins og sumir segja), þegar ég stend þarna við klóstið og er að sturta niður hoppar síminn minn ofan í klóstið (ég vil reyndar halda því fram að þetta hafi verið sjálfsmorð, hann var nefnilega orðinn frekar þreyttur og orkulaus og átti það til að deyja þótt nóg rafmagn væri á batteríinu og stundum þegar hann var mjög þreyttur þá þóttist hann ekki ná neinu sambandi, oftast var hann nú samt bara að plata) Þetta var reyndar lán í óláni því þarna hafði ágætis afsökun fyrir því að kaupa mér nýjann án þess að vera talin eyðslukló eða nýungagjörn, reyndar keypti ég mér ekkert nýjustu tækni, enda er ég ekki enn farin að skilja hvers vegna fólk þarf endilega að hafa myndavél og útvarp í símanum sínum, er ekki nóg að það sé hægt að tala í þetta og senda sms??? Það fyndnasta í öllu þessu var nú samt að um leið og ég var búin að kaupa mér nýjann síma tók sá gamli uppá að virka (sennilega bara vegna þess að hann sá fram á að þurfa ekki að gera neitt)Hér í Valencia er allt að verða brjálað, þeir þykjast nefnilega ætla vinna Evrópubikarinn líka í fótboltanum. Ég var nefnilega að horfa á stráka, málaða í fánalitum valenciahéraðs og í appelsínugulum bolum. Ég veit nú samt ekki hvað þeir eru að gera með að klæða sig svona því ég veit ekki betur en að leikurinn sé í Svíþjóð. Reyndar er ég voðalega skilningssljó þegar kemur að fótbolta svo það er kannski ekki alveg að marka.Við Eva lentum samt í skemmtilegri lífsreynslu áðan. Eva kom í heimsókn til mín þegar hún var á leiðinni heim úr skólanum og saman ákváðum kíkja á kaffihús, aðallega vegna þess að ég átti ekkert til að bjóða henni, bananar og neskaffi er kannski ekki það mest spennandi sem þú bíður gestum, en jæja.........Þegar lyftan stoppar á hæðinni minni sjáum við að það eru tveir hálfnaktir strákar í lyftunni (í stuttbuxum og með handklæði) og á niðurleið og fara út 6. hæð, þá höfðu félagarnir verið uppi á þaki í sólbaði. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég heyri um það að það sé hægt að fara uppá þak.............svo maður þarf ekki niður á strönd til að fara í sólbað.......jibbí...........ekki það að mig langi í sólbað með nágrönnunum........

Engin ummæli: