Ég var að lesa mbl.is áðan og rakst á grein Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn og hélt auðvitað að þetta væri eitthvað djúsí frá Hollywood. Það rann í gegnum huga minn að kannski ætti Brad Pitt bróður, eða kannski George Clooney......En nei, ekki varð mér að ósk minni. Þá var þetta frétt um tvo þýska bræður, þann eldri 26 ára og þann yngri sem greinilega var yngri og átti 24 ára kærustu. Já þið eruð örugglega farin að átta ykkur.....sá eldri var sem sagt að sofa hjá kærustu þess yngri vegna þess að yngri bróðirinn var of FEIMINN til að sofa hjá eigin kærustu!!!!! og þetta uppgötvaðist ekki fyrr en stelpu greyið kveikti ljósið í svefnherberginu. Þá höfðu bræður skipt um hlutverk á klóstinu og passað að þegar sá eldri var inni til að taka hlutverk yngri bróðursins að ljósin væru slökkt.
Myndi maður nú ekki bara láta gæjann fara í stað þess að semja við systur sína um að sofa hjá honum, ef maður þyrði ekki úr fötunum fyrir framan hann?????
Og nú af því að ég á ekki systur, þá ætla ég að beina þessu til frænkna minna -stelpur, ég ætla ekki að sofa hjá kærustunum ykkar. Ef þið þorið það ekki sjálfar, losið ykkur þá við þá!
mánudagur, ágúst 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
En kærustur? Er einhver séns að þú takir að þér þitt eigið kyn? Ég er í smá vandræðum þar sem ég er í Danmörku - og kærastan, eins og er, einungis til í ímynduðum heimi.
Einn Desperate að austan-
HelgiM
Nei, nei, nei, tek ekki að mér ímyndað fólk og ekki kvennfólk heldur. Annars er nú létt að losna við ímyndað fólk, maður hættir bara að hugsa um það. Ef það gengur ekki væri ansi gott að leita til fagmanna.... :)
Im ready... koma svo hilda
Kv. dora
nohhhh, hvað er að veltast í kollinum á ykkur? Ég myndi nú bara halda mig við ímyndaða heiminn eins og Möllerinn ef ég þyrði ekki að halla mér hjá kærastanum/kærestunni. Eins og stóð í fréttinni líka að þá hefur stúlkan kært bróðurinn fyrir nauðgun!!! Ætli það sé hægt að kæra fyrir svoleiðis í ímyndaða heiminum?
Hafið það gott gullin mín,
Soffía
Ha? Er það Soffía frænka úr Dýrunum í Hálsaskógi????
Hæ smá öppdeit hér um þýsku bræðurna. Ég var víst of mikil stelpa í mér þegar ég las fréttina og gekk að of miklu vísu.....Vandamálið var auðvitað ekki að drengurinn þyrði ekki úr fötunum fyrir framan kærustuna, nei,nei, auðvitað ekki. En vandamálið var jú að vísu skilt, hann hafði auðvitað áhyggjur af því að vera ekki nógu vel vaxinn niður drengurinn, og þess vegna fékk hann bróður sinn til að sofa hjá kærustuni.....Ha, ha, ha, þessi saga verður bara betri. ;)
Skrifa ummæli