laugardagur, september 29, 2007

Frekar líbó, ha?

Mér finnst ég alveg svakalega líbó þegar ég fer fram í þvottahús á náttfötunum. Lengra fer ég þó ekki....Og reyndar hefur það ekki hvarflað að mér.
Hingað til.

Um daginn fór ég síðan rétt fyrir hádegi á fimmtudegi að taka bensín á bílinn minn. Haldið þið ekki að stúlkan sem var að taka bensín á undan mér hafi ekki verið á náttfötunum. Marta, náttbuxurnar hennar voru meir að segja ljótari en mínar bleiku með blómunum. Hún var síðan í rauðri flíspeysu utan yfir, en á náttbuxunum engu að síður.
Þarna varð mér ljóst að barnaefni hefur greinilega meiri áhrif en við höfum hingað til haldið. Þessi stúlka hefur augljóslega horft á Bananabræður hér á árum áður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss og fruss. Buxur úr RL búðinni klikka aldrei. Tímalaus tíska. Djók.

Nafnlaus sagði...

kv Marta