
Í fyrrasumar þegar Aude vinkona mín var í heimsókn, þá kom ég við í Hveragerði og gaf henni ís í Eden. Er ekki skylda að koma við þar þegar maður fer um Hveragerði?
Nú, þegar við vorum búnar að borða ísinn þá ákvað ég að fara með hana svolítinn rúnt um Hveragerði sem endaði uppi við golfvöll, þar sem þessir hverir hafa myndast eftir jarðskálftana.
Mér hefur nokkuð orðið hugsað til þessarar ferðar með bros á vör þegar minnst hefur verið á þetta svæði, því þarna kom einmitt einn gullmolinn uppúr henni Aude þarsem við þræddum einbreiðann malarveginn.....-" Svanlaug, ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."