Mig dreymdi svolítið mjög furðulegt núna aðfaranótt fimmtudagsins. Mig dreymdi að ég fengi sendan pakka og var það hún Sara Rós sem átti að hafa sent mér þennann pakka. Ég dró pakkann inn í stofu, þar sem Ásta, Baldvin og Gunni, mig minnir að Gunni hafi verið þarna líka, sátu. Ég fer að opna pakkann og uppúr honum koma eintómar peysur, hver inní annarri, a.m.k 3-4 stykki, og það sem meira var að þær voru mismunandi í útliti en allar bláar!!!
Hvað haldið þið að þetta tákni??? (já, Sóley mín ég geri ráð fyrir að þú trúir ekki á svona)
Úr einu í annað....
Þá lenti ég í skrýtnu atviki um daginn, þ.e. Helgi bróðir lenti í svolitlu......
Hann var að versla í Bónus og þá vindur gömul kona sér að honum og fer að rífa sig yfir því að hann sé með í vörinni.................sé ekki alveg hvað það kemur henni við................Nú þessi kona, sem hvorugt okkar hefur séð áður, vildi meina að Helgi þjáðist af einhverri minnimáttarkennd og þess vegna væri hann að taka í vörina.....................
laugardagur, desember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já nei, ég er EKKI að fara eignast fjögur börn, það kemur bara ekki til mála
Sóley mín, miðað við alla þá hálvita, rugludalla, stokkera og já, aumingja sem mér tekst að hitta þá sýnist mér að það sé nú svolítið í barneignir hjá mér
Skrifa ummæli