miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Jæja skyldi þetta takast

Ég reyndi um daginn að blogga og það týndist þannig að ég er búin að vera í svolítilli fílu við hann blogger síðan þá.

Nú það er svolítið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér svo að ég er að hugsa um að gera bara svona þetta helst

Þetta er helst....

-Fór til Köben 19. okt, er reyndar löngu komin aftur, en skemmti mér konunglega með frænkum mínum.....fyrir utan veikindi og stokkera sem urðu á vegi mínum.....það er sko langt þangað til bjór kemur inn fyrir mínar varir.......................hápunktar ferðarinnar voru myndataka á ákveðnum manni í rauðum bol (stelpurnar vita um hvað ég er að tala) og rifrildin hjá systrum ( sumir hlutir breytast bara ekki)

-Fyrstu prófin eru á föstudaginn, nemendur mínir eru að fara yfir um af stressi.....og aðalspurningin er "-kemur þetta á prófi?"

-Ég er hætt á Dropanum

-Ég hef ekki farið á djammið síðan í Danmörku og fer sennilega ekki fyrr en um jól.

-Fyrrverandi kærastinn er kominn aftur til Íslands eftir 10 daga langa búsetu á Spáni, sem er þó nokkuð undarlegt því þegar hann fór seldi hann húsgögnin sín, hjólið og bara allt, það kæmi mér ekki á óvart þótt hann hefði reynt að selja nærfötin sín.....allt þetta virðist nú nokkuð ýkt miðað við 10 daga fjarveru......Svo nú eru þeir Ricardo og Hafliði bara orðnir næstu nágrannar, aftur. (Hverjar eru líkurnar?)

-Ég sá konu í tigerkápu um daginn, varð ósjálfrátt hugsað til ofurskutlunar tigerTöru og síðan til Ella.........Hann hefur greinilega verið á undan sinni samtíð þegar hann keypti rúmteppið forláta.
En þessi kona hefði tekið sig vel út með Töru í bandi. Hún hefði hins vegar ekki tekið eins vel út með Ella í bandi innvafinn í rúmteppinu.

7 ummæli:

Svan sagði...

Já Marta hvar eru kommentin?

Svan sagði...

Já hvar eru þau

Nafnlaus sagði...

Úff sit hérna sveitt og þori ekki annað en kommenta við nær allt sem þú segjir!!

He he hvað er þetta með þig og stokkera Svanlaug?

Það gæti nú sjálfsagt farið vel um Hafliða og Ricardo bara saman í íbúð...

Tískan fer í hringi Svanlaug mín. Ætli Elli sé ekki að græða á því (kannski gamalt rúmteppi). Konan í tiger kápunnni hljómar eins og versti "sadó/masó" bara með fólk í bandi á labbinu. Er stór hneygsluð!!

Svan sagði...

Ha já, ég tengi þetta munstur nefnilega alltaf líka við eitthvað kínky.....

Þeir Hafliði og Ricardo vita alveg að hvorum öðrum þarna, ég hef nú ekki frétt af því ennþá að þeir séu farnir að heilsast......... enda er _No.ft. manneskja sem sýnir annarri manneskju óeðlilegann áhuga, og/eða á það til að hafa samband við hana

Stokkera No.ft Manneskja sem sýnir annarri manneskju óeðliega mikinn áhuga, á það til að hringja oft og/eða birtast óboðin og óeðliega oft í lífi viðkomandi. (sbr. stalker á ensku)

Stokkera So, Athæfi stokkera, sbr fyrri málsgreinar

Svan sagði...

Hey blogger er bara farinn að klúðra kommentonum mínum

Ég ætlaði reyndar að skrifa að Hafliði og Ricardo þekktust ekki í sjón þannig að...

Nafnlaus sagði...

Blessun að sumir kunni ekki að lesa vort móðurmál.

Svan sagði...

Já og að sumir viti ekki af þessu bloggi....