föstudagur, maí 30, 2008
Ég fæ alltaf kast þegar ég les færeysku.
Fáir íslendingar hava ættarnavn ella eftirnavn. Flestir eru "kendir við faðir sín", eyðkendir við faðirsnavninum í hvørsfalli + -son/-dóttir. Íslendski uttanríkisráðharrin Steingrímur Hermannsson eitur Steingrímur og er Hermannsson, t.e. faðir hansara eitur Hermann. Einasta navn hansara er so statt Steingrímur, hitt er til eyðkennis. Tí er tað ikki góður siður at nevna hann ''Hermannsson", men væl ber til bert at siga Steingrímur, eftir at hann fyrst er kunnaður sum Steingrímur Hermannsson.
"MANGLA"
"Vit mangla fólk…" stóð í eini lýsing. Hetta óføroyska orð er javnan at síggja og hoyra. Hví nýta hetta orð altíð og stund, tá ið vit eiga góð føroysk orð við somu merking, sum t.d. vanta, tróta, skorta og ivaleyst onnur við. "Okkum vantar fólk…" hevði ljóðað ólíka betur. At mangla er at slætta klæði við manglifjøl.
Fengið að láni hjá: http://www.fmn.fo/ordafar/ordafar.htm
miðvikudagur, maí 28, 2008
Vinur hennar Hrefnu kominn aftur....
Ég hafði nefnilega bara séð þennann á efstu hæðinni einu sinni...það var í ágúst þegar ég var að skila sameigninni af mér í fyrsta skipti, þá kom þessi til dyranna og var einhver svakaleg 5 ára gella með honum, þannig að ég gerði ráð fyrir að hann væri bara 5 ára líka...
Síðan birtist þessi maður hér í stigaganginum fyrir mánuði síðan.....og fór að heilsa mér!!!! Og auðvitað verður mér alltaf hugsað til Hrefnu.
fimmtudagur, maí 01, 2008
-Hvernig hljómar íslenska fyrir útlendingum?

Þegar ég var búin að vera u.þ.b. 5 mánuði í Hondúras, þá varð ég þess "heiðurs" aðnjótandi að komast einmitt að því hvernig íslenska hljómar fyrir útlendingum. Þannig voru mál með vextu að ég var eini íslendingurinn í Hondúras, sem ég vissi um, á þessum tíma og þar af leiðandi talaði ég ekki íslensku mjög oft, nema við mömmu sem hringdi 1 sinni í mánuði, og þá var það sko erfitt.
Ég vissi að þeir væru að koma, íslensku strákarnir 3, og var ég svolítið farin að kvíða fyrir að þurfa að fara tala íslensku, því ég var alveg handviss um að ég væri hætt að geta það. Ekkert mál að tala spænsku eða ensku...en ekki íslensku.
Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk inn á svæðið sem við áttum að vera á á þessum AUS-hittingi, búin að sitja í skelfilegum, eldgömlum, amerískum Schoolbus með hænum, kanínum og ég veit ekki hverju fleira úr dýraríkinu. Já, ég gekk inn á svæðið og heyri þar sem þrír strákar eru að tala eitthvað svakalegt tungumál sem líktist einna helst rússnesku, 10 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að ég skil allt sem þeir segja og 5 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að þeir eru að tala ÍSLENSKU!
Ég var allt kvöldið að safna í mig kjarki til að reyna að tala við þá. Fyrstu setningarnar mínar á íslensku voru víst samsettar úr íslenskum orðum og spænskum sögnum með íslenskum beygingareindingum. Það má eiginlega deca að þetta kvöld hubiera ég hablað spíslensku.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Babelfish í ruglinu?
Nine months are needed so that a boy is born but a second is enough so that a man dies. A minute it was sufficient to change my life. The minute in which it sounded to the telephone and the distant voice of Jean Charles I embark to me in a search in which it would finish losing to me.
Jean Charles had been my better friend. They were other times, and expressions as "better friend" not only had sense, but that they were used frequently.
Það tekur barn níu mánuði að fæðast en það tekur mann bara eina sekúndu að deyja. Ein mínúta var nóg til að breyta lífi mínu. Mínútan þegar síminn hringdi og fjarlæg rödd Jean Charles ýtti mér út í leit sem ég endaði á að týna mér í.
Jean Charles hafði verið besti vinur minn. Þá voru aðrir tímar og orðatiltæki eins og "besti vinur" höfðu ekki einungis þýðingu heldur voru þau oft notuð.
laugardagur, apríl 19, 2008
Svona af því að ég er að fara til Spánar í sumar...

...þá ætla ég að segja eina sögu sem lætur mig deyja úr hlátri í hvert skipti sem mér dettur hún í hug...
Við stórar umferðargötur úti á Spáni eru oft svona klefar eins og hér til hægri, nema þegar enginn er í þeim þá eru rimlarnir oftast dregnir fyrir.
Hann Diego, vinur minn var búinn að búa upp undir ár á Spáni þegar hann uppgötvaði hinn raunverulega tilgang klefana. s.s. að selja lottómiða til styrktar landsamtaka blindra spánverja (organización nacional de ciegos espanoles=ONCE).
Áður en hann Diego komst að hinum raunverulega tilgangi þessara klefa, hélt hann að þarna inni væri fólk sem fylgdi blindum yfir götur, skiljanlegur misskilningur, sérstaklega þegar maður horfir á myndina.
Ég man að mér datt í hug að kannski á Spáni hétu samtök homma og lesbía Once (ellefu). Ég hef nefnilega aldrei skilið afhverju þessi samtök þurfa að bera tölu á Íslandi. Það verður bara til þess að ég ruglast og segi samtökin '76 nei '66 nei '67 nei '78
Þessir klefar eru mjög algengir, sjálfsagt yfir 100 talsins bara í Valencia, þannig að ég veit ekki hvað hann Diego hélt að væru margir blindir á Spáni.
föstudagur, apríl 18, 2008
Hljómar þetta vel?
Blaðadrengir
Newsies
Blaðadrengir (Newsies) er bandarísk söngvamynd frá 1992.
Myndin gerist í New York árið 1899 og segir frá því er blaðadrengir fóru í verkfall vegna smánarlegrar framkomu blaðakónganna Josephs Pulitzers og Williams Randolphs Hearst í þeirra garð.
Piltur að nafni Jack "Kúreki" Kelly skipulagði verkfall blaðasalanna og David Jacobs hét sá sem var potturinn og pannan í nýju verkalýðsfélagi sem sameinaði blaðasalanna í baráttunni við auðkýfingana.
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Ég veit þetta verður ekki vinsælt...
Þá er ég aðallega að tala um þetta lið sem er í gjörningum. Ég sá konu í sjónvarpinu um daginn sem greinilega hafði alltof mikinn frítíma. Hún var búin að hengja upp fjöldann allann af hekluðum dúkum, fylla baðkar með vatni, síðan var hún bara þarna að dandalast með málningu og pensil, í hvítum kjól og mála eitthvað upp í loftið og á gólfið svona á milli þess sem hún buslaði eitthvað í baðkarinu.
Síðan var maður sem var búinn að byggja eitthvað sem einna helst líktist leiksviði í barnaleikriti. Þarna var lítið hús, tjörn, yfir tjörninni var síðan lak lá sem haldið var uppi af gasblöðrum. Þetta hefði verið voða sætt ef að gjörninginn hefði átt að nota í barnaleikrit. Mér skildist að gjörningurinn í þessu verki hafi einna helst verið blöðrurnar sem héldu uppi lakinu...
...mér leiðist að fólk sé á launum við svona vinnu.