Jóna er að koma í heimsókn til mín, mikið hlakka ég til. Hún er meirað segja búin að panta sér flugmiða svo það stendur ekkert í veginum í þetta skiptið. Hún keypti sér miða 15. apríl og síðan fer hún aftur heim til London 20. Vonandi verður komið strandarveður þegar hún kemur, svo ég geti farið með hana á ströndina (stating the obvious). Það er nefnilega búið að vera skítakuldi undanfarna daga (á mánudaginn var átta stiga hiti, rok og rigning, ekta norðlensk sumarrigning). Ég veiddi samt moskítoflugu inní herbergi hjá mér í nótt. Helvítin bíta mig alltaf. Það er víst góð regla að hafa glugganna lokaða ef þú ert með ljósin kveikt á kvöldin.Oooooooo ég er svo stolt af sjálfri mér ég er búin með fyrra bindi af Don Kíkóta, og fyrsta kafla í seinna bindinu, mig minnir að ég hafi ekki sofið jafn mikið yfir nokkurri bók síðan ég las Egilssögu um árið, enda svipað málfar viðhaft.Mamma sendi mér sms í gær og sagðist hafa sent mér pakka daginn áður og vildi ekki segja mér hvað það væri. Núna er ég rosa forvitin, jafnvel þótt mig gruni að þetta sé páskaegg, hún spurði mig nefnilega á sunnudaginn þegar ég talaði við hana í símann hvort hún ætti að senda mér páskaegg, svo ég hef hana grunaða um það að hafa sent mér páskaegg, ég vona bara að það verði ekki allt mölbrotið þegar það kemst loks í mínar hendur og helst að það verði komið fyrir páska. Póstsamgöngur hér á Spáni eru nefnilega ekki eins og best væri á kosið.Til dæmis tók það pakka næstum því tvær vikur að komast frá Húsavík til València, frá Frakklandi tekur það 3 daga. En ég ætti kannski bara að þakka fyrir að þetta er ekki eins og í Hondúras. Pósturinn kemst þó til, -á endanum. Ha ha ha!! Ég man eftir því þegar foreldrar mínir sendu mér jólagjöf til Hondúras (þess má geta að hún komst aldrei í mínar hendur, en sagan sem hér fer á eftir er mjög lýsandi fyrir þessi mið-ameríkuríki). Fyrir miðjan nóvember árið 2000 tekur móðir mín sig til og kaupir handa mér jólagjöf (buxur, bók (á íslensku), íslenskt nammi og ef ég man rétt túrtappa (en slíkar munaðarvörur fást ekki í Hondúras)). Pakkinn var svo sendur á heimilisfang samtakana sem ég fór út með, því það hafði aldrei nokkur skapaður hlutur komist til skila í gegnum póstinn heima hjá mér (helvítis glæpamenn á pósthúsinu!!!), um miðjann desember fer ég á skrifstofu samtakana og spyr hvort pakkinn sé kominn, en enginn kannast við það svo mín fer á pósthúsið og spyr eftir pakkanum (hann var ekki heima J ) (þess má geta að skrifstofa þessi og pósthús voru í annarri borg um 200km frá borginni sem ég bjó í). Svo koma jólin og enn var pakkinn ekki kominn og samtökin höfðu ekki enn fengið neina tilkynningu um neinn pakka. 5. febrúar fer ég síðan heim til Íslands og loks í byrjun apríl fæ ég e-mail frá skrifstofunni í Hondúras, pakkinn var kominn!!!!! Vei!!! (Ég var bara í vitlausu landi). En þau ætluðu að senda mér hann með strák sem var að koma til Íslands í heimsókn á þeirra vegum. Svo var komið að maílokum og ekkert hafði heyrst af pakka greyinu, svo ég fer að grafast fyrir um greyið litla, enda búinn að vera vanræktur lengi. Hringi á skrifstofuna á Íslandi en ekkert hafði heyrst þar, svo ég sendi skrifstofunni í Hondúras e-mail. Ég get svo svarið það, það er ekki ljúgandi upp á þessi lönd þarna!!!!! Þá hafði verið brotist inn á skrifstofunna og öllum tölvunum stolið og flest öllu verðmætu, sem og pakkanum mínum. Ég verð bara að segja VERÐI ÞEIM AÐ GÓÐU!!!! Íslensk bók, kemur nú að góðum notum fyrir hondúrana (ímynda ég mér). En ég vona að þeim hafi bara fundist íslenska nammið gott og að buxurnar og túrtapparnir hafi komið að góðum notum, því ekki hafa þeir fengið mikið fyrir tölvurnar, því þær voru svo gamlar að ég held að það hafi verið kasettutæki á þeim (sbr.Amstrad) og haldfang til að trekkja þær í gang (eins og á bílunum um þarsíðustu aldamót).
föstudagur, apríl 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli