Það er rigning í dag og kalt, finnst mér. Ég er eiginlega búin að sofa í allann dag, finnst mér. Við komum heim af djamminu klukkan hálf sex í morgunn. Klukkan tíu í gærkvöldi komu tvær austrurískar stelpur í heimsókn til okkar Barböru í aperativo (fordrykk) síðan var haldið sem leið lá á Diablito að snæða pizzu og nachos. Síðan fórum við á Tangerine´s og síðan á Warhol (sem er diskó).Þótt ég sé nú búin að sofa í allann dag er ég nú samt að elda núna handa okkur Barböru, en maturinn lítur bara öðruvísi út en á Íslandi, og ég hef verulegar efasemdir um að hann smakkist eins. Þetta sem ég er að elda er kjúklingaréttur með brokkoli. Sem inniheldur sýrðann rjóma (sem heitir ferskur ostur á Spáni!!!) það er búið að taka mig 6 mánuði að átta mig á þessu. Og svo er öðruvísi lykt af karrýinu. Svo þið kannski skiljið að ég hafi mínar efasemdir um þetta brall mitt í eldhúsinu.Það hafa eflaust allir lent í því að reyna tala við einhvern sem hreinlega nennir ekki eða hefur engann áhuga á tala við þig. Og flestir gera sér grein fyrir því að þú nennir ekki að tala við hann, en sumir ekki og það er það mest óþolandi fólk sem til er. Já við lentum í alveg hundleiðinlegum spánverjum í gærkvöldi. Við vorum þarna 4 stelpur, greinilega útlenskar, í mestu friðsemdum að drekka drykkina okkar. Haldiði ekki komi ekki hópur af spánverjum og troðast að borðinu okkar og byrja að spjalla, við reyndum að vera kurteysar og svöruðum, en vorum svo sem ekkert að efna til einhverra samræðna, maður skyldi halda að þeir gerðu sér grein fyrir að þegar við svöruðum bara og héldum bara áfram að spjalla saman að við nenntum ekki að tala við þá. En nei!!!! Áfram héldu þeir, í 20 mínútur eða hálftíma eða eitthvað, þetta endaði svo á því að við fórum til vina okkar og báðu þá um að setjast hjá okkur svo þeir færu, sem betur fer virkaði það svo við þurftum ekki að vera dónalegar.
föstudagur, apríl 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli