miðvikudagur, apríl 07, 2004

Með í vörinni????Eða ekki????

Ég fékk pakka í morgunn. Í morgunn? rétt upp úr 12 á hádegi. Ja ég var alla vega sofandi, ég skrapp nefnilega aðeins á Tangerine’s í gærkvöldi og kom ekki heim fyrr en að verða 4 og gat þar afleiðandi ekki mætt í tíma í morgunn, vegna þreytu!!!ekki vegna þynnku!!! Ég er samt ennþá þreytt!!! Helvítis kerlingin hjá póstinum að koma svona snemma, já ég mætti kannski bara vera þakklát fyrir að þurfa ekki að FARA á pósthúsið og STANDA í röð. Það er nefnilega svoltið sérstakt að fara á pósthúsið að sækja eitthvað, ja þótt maður fari bara með bréf þá er það samt sérstakt. Maður þarf í rauninni ekki að standa í röð heldur tekur maður númer (svona eins og þegar maður fer í Landsbankann í Smáralind eða kjötborðið í Nóatúnum í Kópavogi). Um daginn þurfti ég að sækja pakka (já það bara rignir yfir mig gjöfunum) og pósthúsið var pakkað, þetta var bara eins og á skemmtisöðunum í Reykjavík á góðu föstudagskvöldi. En jæja ég tek númer og fæ B893, síðan lít ég á skjáinn, það var verið að afgreiða B843, FRÁBÆRT!!!hugsa ég en ákveð jafnframt að staldra við, er nefnilega farin að þekkja spánverja, þeir eru ekkert fyrir að bíða, en ég þurfti samt að bíða meira en hálftíma, þótt u.þ.b. helmingurinn af þessum 50 hafi beilað.Vitiði??? Ég held ég sé að breytast í einhvern perra. Í gærkvöldi var mín aðal skemmtun að fylgjast með einhverju pari sleikjast, reyndar veit ég alveg hverjir þetta voru (kannast við þau bæði og veit að þau eru ekki par).Jorrit hollenski vinnufélagi minn fræddi mig einhvern tímann um það að aðilar af hinu kyninu virtist u.þ.b.1/3 fallegri þegar þú værir drukkin heldur en þegar þú ert edrú. Ég var bara velta því fyrir mér hvort þetta skipti máli eða ekki?? Hvort allir karlmenn séu þá bara ekki 1/3 fallegri þegar þú ert drukkin? (kemur það ekki þá bara nokkurn vegin á sama stað niður?), en jæja þetta “par” þarna var mjög vinalegt þarna hvort við annað og ég velti fyrir mér hvort stúlkan hafi gert sér grein fyrir að þessi drengur þarna er ekki beint sá fríðasti (Barbara segir að hann sé ljótur, en hún horfir á fegurðarsamkeppnir og bendir á keppendur og segir að þeir séu ljótir eða ljótar, hversu ljótur getur maður verið þegar maður er að keppa í fegurðarsamkeppni???) En alla vega fannst mér þessi stelpa geta gert betur. Drengur þessi er nefnilega mjög furðulegur til munnsins, eins og hann hafi fæðst með skarð í vör (eða eins og hann sé alltaf með í vörinni, en ég veit hann er ekki íslendingur svo það getur ekki verið).

Engin ummæli: