þriðjudagur, apríl 13, 2004

Vitlaust páskaegg!!!!!!!!!

“Ástin gengur á tánum, þegar hún birtist, en skellir hurðum, þegar hún fer” já þetta var nú málshátturinn sem ég fékk í páskaegginu þetta árið. Ég held ég hafi fengið vitlaust páskaegg. Kannski var málshátturinn ætlaður Barböru, sem smakkaði aðeins á því með mér. Hún nefnilega rífst við kærastann á hverjum degi. Enda virðist drengurinn nokkuð mikið sækó, hringir á svona klukkutímafresti. Besta sagan er nú samt þegar hann hringdi og spurði hana spjöunum úr um það sem hún hafði verið að gera þann daginn, þurfti að vita hvað hún gerði af sér hverja sekúndu dagsins, svo kom í ljós að kærastinn hafði lesið stjörnuspána hennar sem í stóð eitthvað um nýja ást. Talandi um að vera smá bilaður.
En þetta eru búnir að vera mjög rólegir páskar, of rólegir, of kalt til að fara á ströndina, flest allir heima hjá sér yfir páskana eða með fjölskylduna í heimsókn o.s.frv. Í kvöld á svo enn og aftur að reyna að djamma, án þess að ég búist við einhverju merkilegu, ég verð að viðurkenna að ef ég fer á Warhol enn eina ferðina þá held ég að ég æli. Kannski ætti ég bara að vera heima hjá mér.

Engin ummæli: