Jæja þá er Diego farinn til Ítalíu og verður þar þar til 16. apríl en þá koma þau Aude bæði heim, svo núna erum við Barbara bara einar heima, sem er reyndar alveg stórhættulegt, hún er nefnilega alveg rosaleg í persónulegu spurningunum. Aude lenti skemmtilega í henni um daginn. Barbara var búin að vera að heiman í meira en viku og á þessum tíma hafði Aude hætt með kærastanum og var byrjuð að dandalast með öðrum, þetta vorum við reyndar búnar að sjá fyrir áður en Barbara fór í ferðalagið sitt. En alla vega tekst mér að missa eitthvað út úr mér í sambandi við þetta mál, síðan förum við að sofa og Aude kemur heim eftir það. Síðan vakna ég við það að Aude er að tannbursta sig daginn eftir, hálf sofandi, en heilsar Barböru samt sem labbar framhjá baðherberginu hjá henni. –“Hæ” segir Aude. –“Hæ, ertu byrjuð með Pierre núna?” segir Barbara sem hafði ekki séð Aude í meira en viku, og ég heyri bara að Aude verður svo mikið við við þessa spurningu að hún er næstum drukknuð í tannkreminu en tekst samt að stynja upp –“neee nei”. Barbara skilur nefnilega ekki þetta millibils ástand, þegar fólk er að byrja saman en getur ekki samt sagt að það sé saman. (annað ertu með einhverjum eða ekki) (kemur sennilega af því að hún byrjaði með sínum kærasta þegar hún var 15 eða eitthvað)Jæja þá er páskafríið loksins byrjað hérna og spánverjar æsast uppí bílinn sinn og á ströndina. Æsingurinn er svo mikill að klukkan sex í dag var 31 látinn í bílslysum og það bara í dag. Um venjulega helgi hérna á Spáni látast um 60 manns, sorglegt ekki satt??? (skoðanir óskast, eða kvittunar í gestabók)Jæja en í kvöld er djamm, fyrst á að fara í mat á Diablito, og síðan í Flower Power Party á Warhol, best að fara spasla í andlitið á sér og skipta um föt, stelpurnar ætla koma klukkan tíu og hún er að verða hálf. (við erum nefnilega 2 tímum á undan hérna á íberíuskaganum)
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli