Þegar ég var lítil var mér kennt að það væri dónaskapur að horfa á hálfnakið fólk, og já hefur ekki alltaf verið dónaskapur að stara? Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er ekki sú að það hafi einhver verið að stara á mig (svo ég viti til), heldur varð ég vitni að því þegar tveir strákar um 17 ára aldurinn ganga framhjá stelpu sem hafði asnast til að fara úr bíkinitoppnum á ströndinni. Þarna liggur stelpan í sólbaði, það voru fáir á ströndinni þennann dag og þess vegna hálf flennulegt að liggja þarna berbrjósta á ströndinni, en það er svo sem hennar mál. En allavegana labba þessir strákar þarna framhjá og eru ekkert að fela það að þeir séu að glápa á þessa stelpu, í smá stund stóðu þessir drengir yfir stelpunni og gláptu Ég meina það þeir voru eins og algerir perrar þarna þar sem þeir gengu um ströndina, alklæddir og fóru frekar nærri léttklæddum konum, enda sjálfsagt aldrei séð annað eins.Ég var að velta fyrir því fyrir mér í dag “hverskonar egó eru strákar fæddir með?” og “hvað er eiginlega að þeim?”. Ég byrjaði að pæla í þessu um daginn þegar Diego var að segja okkur að La Bestia (vinur hans “villidýrið”) hefði hringt í hann til að kvarta yfir því að Diego hefði ekki stoppað hann í því að sofa hjá einhverri stelpu sem að mér skildist að hafi ekki verið neitt rosalega fríð, ég sá þessa stúlku reyndar ekki en mér finnst mjög ólíklegt að hún hafi verið mikið ófríðari en La Bestia, svo ég segi ekki meira.Síðan varð Barbara vitni af furðulegri tómstundaiðju ítala á ströndinni í gær, henni varð það nefnilega á að fara með Diego á ströndina, þeim leiddist víst svoltið greyjunum svo þeir tóku upp á því gefa stelpum (eða það er rössunum á þeim) (menn batna víst ekki mikið þótt þeir séu orðnir 27 ára) en þeir mega þó eiga það að þeir fóru þó allavega hjá sér þegar þeir uppgötvuðu það að Barbara skildi það sem þeir voru að gera. En mér finnst alveg merkilegt að þeir skuli leyfa sér það að vera gagnrýna einhverjar stelpur á stöndinni þar sem þessir drengir eru ekkert fríðari en gengur og gerist, ég hef aldrei(að ég held) orðið vitni að því að stelpur liggi á ströndinni eða einhverstaðar annarstaðar og glápi á stráka, það er ekki nema eitthvað sérstakt sé, svo sem alskonar furðuleg hegðun, t.d. einhverjar fimleikaæfingar, í dag var einhver að æfa barþjónakúnstir, það er mjög hentugt á ströndinni þarsem flaskan brotnar ekki.En nú er ég komin svoltið út fyrir efnið. Það sem ég vildi sagt hafa eða rétt minnast á: Hvað halda strákar eiginlega að þeir séu? Ef þeir halda að þeir geti bara legið á ströndinni og gagnrýnt einhverjar aumingjans stelpur á ströndinni, bíddu sjá þeir sjálfa sig ekki í réttu ljósi, og hverskonar egó er það að geta gagnrýnt aðra þegar þeir eru kannski ekkert mikið betri sjálfir.
sunnudagur, apríl 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli