laugardagur, apríl 24, 2004

Frægur og ekki frægur, það er efinn

Það er alveg greinilegt að ég fylgist voða lítið með íþróttum og þá sérstaklega fótbolta, ég lét þó hafa mig í það í mars að fara á völlinn (mestalla), fór þó bara til 1)að geta sagt Helga bróður frá því 2)af því að völlurinn er í 100m fjarlægð og því hálfgerð skömm að hafa aldrei farið. Nú jæja það sannaðist sko rækilega að ég fylgist ekkert með íþróttum á miðvikudagskvöldið. Þá fór ég á afmæli vinkonu minnar á bar þar sem statt var u.þ.b. helmingur Valencialiðsins og líka forseti Valenciahéraðs. En auðvitað gerði Svanlaug sér ekki grein fyrir því. Vinur minn benti mér á þetta fólk. Einu íþróttamennirnir sem ég þekki á Spáni eru Óli stef, Beckham og já núna markvörður valencialiðsins. (frekar sorglegur árangur) Hins vegar “þekki” ég alveg fullt af öðru frægu fólki, sem ég hef reyndar ekki enn komist að fyrir hvað það er frægt. Ja tildæmis Isabel Pantoja, sem er gömul, ljót og feit kelling og leiðinleg í þokkabót, fyrir hvað getur hún verið fræg? Hún er svoltið eins og Fjölnir á Íslandi, nema hann er ekkert af ofantöldu nema kannski leiðinlegur, en hver veit afhverju hann þarf alltaf að vera í Séð og Heyrt?En svo ég haldi áfram með hassneyslu spánverja þá frétti ég af einum góðum kennara í vikunni, sem, já kveikir sér í jónu í tíma á meðan hann er að kenna, svo vorum við að hneygslast á kennaranum sem kveikti sér í sígó í tíma í læknisfræðinni í vetur.

Engin ummæli: