Jæja jæja þá er ég risin úr rekkju eftir veikindinn og næstum tilbúin að fara til Mallorca. Já ég er að fara til Mallorca á morgunn, loksins, það verður nú gaman að komast í burtu frá Valencia, þótt Valencia sé alveg ágæt sem slík, það eru sambýlingarnir sem fara stundum í taugarnar á mér. Mér finnst tildæmis alltí lagi að fólk spyrji hvort það megi nota tölvunna mína þótt ég skilji hana eftir á stofuborðinu. Um daginn hafði ég leyft þessari frönsku að nota tölvuna til að gera eitthvað á netinu, þetta var að kvöldi til og svo fór ég að sofa og tölvan varð eftir á stofuborðinu. Daginn eftir var ég að flýta mér í skólann svo ég mátti ekki vera að að ganga frá henni (þ.e. tölvunni, ekki þessarri frönsku) en þegar ég kom heim var kærastinn hennar að vinna verkefni í henni (sbr. Fyrri sviga). Mér finnst þetta nú svoltið mikil frekja. Eða kannski er ég bara svona eigingjörn. Þetta er bara eitt dæmi, mér finnst oft eins og það sé verið að vaða yfir mig á mínu eigin heimili, eða eins og sumir láti eins og þeir séu einir í heiminum. Þetta er þriðji strákurinn sem þessi stelpa er með í vetur (já hún er búin að eiga 3 kærasta bara núna í vetur) en hinir hafa þó kunnað sig og gert sér grein fyrir að þeir eru gestir hérna heima hjá okkur. Málið er að þegar fólk gerir sér ekki grein fyrir hvar mörkin milli átroðnings og ekki átroðnings eru þá...........ja eigum við ekki bara að segja að það sé erfitt að umgangast svona fólk. Og þarsem ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir að rífast þá segi ég ekki neitt og verð síðan hálf pirruð við sjálfa mig fyrir að segja ekki neitt. (en ég er farin að passa að hlutirnir mínir liggi ekki á glámbekk)Já frakkar eru tækifærissinnaðar skepnur, það eru fullt af dæmum sem eru svona af svipuðum toga og þetta með tölvuna, þetta eru svona litlir hlutir, þú réttir þeim litla putta og þeir ætla bara að taka alla höndina upp að öxl. Við vorum að drekka eplasnafs í fanta-lemon (mjög vinsæll drykkur) þ.e. Barbara var að drekka svoleiðis þegar Jóna var í heimsókn, og þau spurja hvort þau megi fá og jú jú ekkert sjálfsagðara en að gefa með sér...........en þar með er ekki sagt að þau megi eiga flöskuna, þetta var nú kannski fullýkt hjá mér, en svo förum við Jóna og Barbara út og skiljum þau eftir í stofunni, svo ekkert meira með það nema að ég hitti Barböru í stofunni daginn eftir og hún veifar flöskunni framann í mig þá var bara einn þriðji eftir (þetta eru svona á svipaðri stærð og einn peli af .......) og aumingja Barbara bara búin að drekka eitt glas af þessum eplasnafs.En í sambandi við kvefið mitt, ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt en ég er eiginlega að drepast úr strengjum í maganum eftir að hafa eytt 2 dögum í að hósta úr mér lungunum, það mætti eiginlega halda að ég hafi eytt 2 dögum í að gera magaæfingar.Jæja ætli ég biðji ekki bara heilsa þangað til eftir helgi, þ.e. ég kem heim á mánudaginn
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli