mánudagur, apríl 05, 2004

Hversu lágt getur maður lagst???

Ég er endalaust hneygsluð á frökkum þessa dagana. Það virðast bara engin takmörk á sparsemi þeirra. Á mánudagskvöldið síðasta sagði hún franska vinkona mín mér að þau hefðu verið að “stela” bjór af bar sem vinur þeirra vinnur á til að taka með sér í ferð sem þau ætla að fara í. Þau ætla að fara til Ibiza og ætla virkilega að taka þennann bjór með sér, ég er eiginlega alveg viss um að það fæst bjór á Ibiza, eða svo hefur mér allavega heyrst á íslenskum ferðalöngum sem leið sína hafa lagt á þessa eyju, þess má geta að á börunum kostar bjór í flösku yfirleitt ekki meira en 3 evrur og yfirleitt miklu minna, svo ég veit ekki alveg hvort það borgar sig að vera drösla bjórnum með sér alla leið til Ibiza, það væri alveg hægt að drekka hann hérna heima og kaupa sér síðan bjór á Ibiza en það er ekki málið. Málið er að vera leggjast svo lágt að vera taka áhættuna á að vera gripinn fyrir eitthvað sem er ekki dýrara en þetta. En það er ekki allt búið ennþá, ó nei, ó nei, þessi franska, kærastinn og tveir aðrir frakkar mættu hérna um daginn með fullann kassa af brauði með súkkulaðispæni í. Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvar þau fengu það!!!! Í RUSLINU!!! Getiði ímyndað ykkur að láta sjá ykkur hirða mat úr ruslinu? Er hægt að leggjast miklu lægra?? Þetta brauð var að vísu í umbúðum og í kassa en maður veit aldrei hverskonar klikkhausar eru þarna úti, það hefði getað verið búið að setja eitthvað eitur í þetta eða eitthvað. En þeim fannst ekkert að því að smakka á þessu úr því að þetta var ekki komið yfir síðasta söludag. Það kom svo í ljós að brauð þetta var orðið þurrt og ólseigt, þannig að núna liggur það í kassanum á stofugólfinu heima hjá okkur. Ekki veit ég hvað þau ætla að gera með þetta, kannski taka það með sér til Ibiza ¿Hver veit? En ekki ætla ég að fara ómaka mig við að fara drösla þessu út í ruslið, þau geta gert það fyrst þau þurftu endilega að vera að draga þetta heim.

Engin ummæli: