Er eitthvað vafamál með það að ef það er á tali þegar þú hringir í einhvern að þá ER Á TALI!!! Og að 5 sekúndum seinna verði sennilega líka Á TALI? Er eitthvað eðlilegt að reyna að hringja í einhvern 26 sinnum á 4 mínútum (frá 18:57 til 19:01)? .......................Er eitthvað sem ég er að missa af? –Að ef þú hringir bara nógu oft í númer sem er á tali, skellist sjálfvirkt á, því þú þarft greinilega meira að tala við þetta númer en sá sem er að tala við það.....................Ég er mjög ringluð í dag, velti því fyrir mér hvort það hafi gleymst að kenna mér eitthvað í sambandi við síma þegar ég var lítil. Reyndar vissi ég ekki að það væri hægt að hringja næstum þrjátíu sinnum úr síma á fjórum mínútum, það finnst mér reyndar alveg stórmerkilegt, það gæti hugsanlega verið einhverskonar met.............Já ég ætti kannski að fara útskýra þessar pælingar mínar............þannig er mál með vextu að hún Barbara á alveg merkilega bilaðann kærasta, eins og ég hef minnst á áður, sem já reyndi að hringja í heimasímann næstum þrjátíu sinnum á 4 mínútum. Þetta veit ég vegna þess að þegar það er Á TALI (hugtak sem umræddur maður greinilega skilur ekki) lendirðu inn í talhólfi og getur skilið eftir skilaboð (ef þú villt, sem hefur reyndar aldrei gerst, afhverju ætli það sé??) og þótt þú skiljir ekki eftir skilaboð þá tekur talhólfið niður tímann og númerið sem hringt var úr, mjög þægilegt. En svo við víkjum okkur aftur að umræddum manni, þá er ég eiginlega að verða smá hrædd við hann og þá sérstaklega fyrir hönd Barböru, hann nefnilega náði loks í hana í gærkvöldi (eftir að hafa átt 12 missed calls í símanum hennar, og það var bara á meðan hún var í baði) og öskraði á hana í 1 og hálfann tíma..................Je dúdda mía, ég á bara ekki orð yfir þessum óhemjuskap, hann er sem betur fer ekki alveg svona slæmur á hverjum degi, greyið, en á það þó til að vera svona erfiður, sérstaklega ef Barbara fer á djammið, þá hringir hann svona oft. Ég held það sé alveg spurning um siga einhverjum hausalæknum á aumingja drenginn, það getur ekki verið holt að vera svona bilaður.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli